Örvitinn

Eiður Smári sá ekki brotið

Eftir leikinn í gærkvöldi var rætt við Eið Smára sem hafði meðal annars þetta að segja er hann var spurður út í atvikið þar sem Essien gerði tilraun til að binda enda á knattspyrnuferil Didi Hamann

"I didn't see it so I can't really comment but I can tell you I was caught too, It evens itself out."

Hér er mynd af atvikinu.

Eiður Smári sá ekki brotið

Neðst á myndinni er Eiður Smári í beinni sjónlínu við "tæklinguna". Hann sá ekki atvikið.

Mynd og tilvitnun stal ég af spjallinu á ynwa.tv

boltinn
Athugasemdir

Erna - 07/12/05 17:08 #

Hey, kommon, þetta gerðist svo hratt að ég sá þetta varla fyrr en í slómó-útgáfunni! Þetta hljómar nú bara eins og guilt by association hjá þér ;) Þið eruð efstir í riðlinum, af hverju hljómarðu svona bitur =Þ

Matti - 07/12/05 17:18 #

Já, fjandakornið - við unnum riðilinn og erum fimmfaldir Evrópumeistarar, hvað er maður að velta sér upp úr þessu :-)

En mér fannst myndin fyrir ofan ásamt tilvitnuninni í Eið mjög skondin.

Moli - 07/12/05 22:47 #

kommon þótt að við séum búnir að vinna þennann riðil þýðir ekkert að taka til baka svona brot svona á ekki að sjást í knattspyrnuvellinum og svona brot á að refsa fyrir, það á eftir að skoða þetta betur ég veit að Essien fær leikbann út á þetta. KOMA SVO LIVERPOOL........!!!!

Atli - 07/12/05 23:05 #

Hehe.. faaalsaaað

Matti - 07/12/05 23:07 #

uh, nei - þetta er bara skjáskot frá itv. Hvað bendir til að þetta sé falsað?

Bjorn - 07/12/05 23:17 #

litur bara svoldið falsað ut, hvernig eiður er a myndinni, eins og honum hafi verið bætt inn

Matti - 07/12/05 23:28 #

Það er vegna þess að Eiður stendur næstum kyrr meðan Essien er á hreyfingu. Það eina sem ég hef gert við myndina er að skerpa hana (USM 150, 0,5, 0 fyrir þá sem það þekkja). Auk þess er myndin tekin með miklum aðdrætti þannig að Eiður lítur út fyrir að vera nær atvikinu en hann er.

Á myndbandi frá sky sást hvar Eiður stóð þegar atvikið átti sér stað og að það passar alveg við þessa mynd. Hér er skjáskot úr myndbandinu, tekið á sama augnabliki og myndin fyrir ofan, sjáið hvar Eiður stendur. Gott að miða við dómarann og myndina fyrir ofan.

Það sést betur á þessari mynd að Eiður er ekki ofan í þessu atviki, en hann er að horfa á það. Ætla ekki að dæma um það hversu vel hann sá þetta.

BH - 07/12/05 23:54 #

Eiður virðist nú vera helvíti langt í burtu. Hins vegar þegar hann var tæklaður rann Sissoko á boltanum og þaðan á ökklan á honum. Það getur engan veginn núllað tæklingu Essien út.

Ég held að ef einhver sé bitur þá sé það Eiður.

Þorgeir - 07/12/05 23:56 #

Þótt svo að hann hafi séð þetta breytir það engu þar sem hann færi varla að drulla yfir liðsmenn sína eins og þar fyrir utan myndi það ekki breyta neinu. Eini sem gerði eitthvað vitlaust er sá sem braut af sér, og fyrir utan það efast ég lika um að þið strákar myndu segja eitthvað ef þíð voru í sama stöðu ;) ef eitthvað mynduð þið eflaust verja ykkar mann ;)

Matti - 08/12/05 00:03 #

Já, hugsanlega :) En, æi - af hverju geta þessir menn (Eiður og Mourinho) ekki bara sagt að þessi tækling hafi verið hrikaleg og að Essien læri vonandi af þessu í stað þess að láta eins og þeir hafi ekki séð atvikið!

Jón Magnús - 08/12/05 00:26 #

Það er bara svo auðvelt að segja "ég sá það ekki", þá sleppuru við öll leiðindi. Þeir eru annars allir búnir að sjá þetta í sjónvarpinu núna þannig að þeir geta varla haldið áfram að halda þessu fram.

Ef þetta hefði verið Liverpool maður þá væri ég meira en sáttur ef Rafa myndi skamma hann opinberlega. Hins vegar hefur Liverpool maður ekki orðið sekur um svona grófa tæklingu sem ég man eftir. Tveggja fóta tæklingin hann Gerrards hérna um árið finnst mér ekki nálægt þessu og var hún þó alveg pottþétt rautt spjald (sem hann slapp nú við að fá).

Matti - 08/12/05 00:27 #

Hann var dæmdur í þriggja leikja bann af FA eftir leikinn.

hæ - 08/12/05 01:02 #

hvar get eg sed myndbandið?

Tommi - 08/12/05 10:39 #

Það er nú ný búið að reka leikmann úr ensku liði fyrir að tala illa um leikmennina í sínu liði. Þannig að ég held að menn passi sig meira núna hvað þeir segja um sitt lið opinberlega.

KingKenny - 16/12/05 00:40 #

hvar getur maður séð tveggja fóta tæklinguna hans Gerrards