Örvitinn

Tónlistin þessa dagana

Eftirtaldir þrír diskar eru 98.7% af því sem ég hlusta á þessa dagana, í þessari röð.

Já, ég veit, ég er dálítið eftirá.

Annars hef ég ekkert að segja um óskaplega margt!

tónlist
Athugasemdir

Kristján Atli - 14/12/05 12:16 #

Dredg!!!

Djöfulsins snilld ... ég stóð í þeirri meiningu að ég og mínir vinir væru þeir einu sem hlusta á Dredg. En greinilega ekki. :-)

Matti - 14/12/05 13:09 #

Hvar heldur þú að ég hafi uppgötvað tilvist Dredg? ;-) Varð mér út um catch without arms eftir að hafa lesið lofsöng þinn um þetta band.

Hef verið að reyna að breiða út boðskapinn, veit ekki hvernig það gengur :-)

Kristján Atli - 14/12/05 14:20 #

catch... er góð, en ef þú vilt heyra þessa hljómsveit algjörlega á toppi getu sinnar þá skaltu endilega útvega þér El Cielo frá árinu 2002. Það er ein besta plata sem ég hef heyrt um ævina. Það eru ekki allir svo harðir að geta gert heila plötu um málverk eftir Salvador Dalí :-)

Matti - 14/12/05 15:24 #

Ég mun leita að El Cielo á veraldarvefnum í kvöld.

Kristján Atli - 15/12/05 00:06 #

Endilega, og endilega láttu mig og/eða lesendur þína vita hvernig þú ert að fíla hana. Ég hef verið Dredg-aðdáandi svo lengi að ég er varla hlutlaus þegar kemur að verkum þeirra, væri gaman að sjá hvernig aðrir eru að fíla þessa "stóru" plötu þeirra. Meistaraverkið.

Annars geturðu séð málverk Dalí hérna, en það heitir því skemmtilega nafni One Second Before Awakening from a Dream Caused by the Flight of a Bee Around a Pomegranate. :-)

Kristján Atli - 15/12/05 00:11 #

Eitt í viðbót. Tveir plötudómar sem þér gætu þótt áhugaverðir, eftir að þú ert búinn að hlusta:

ThePRP.com - mjög jákvætt, segir í raun allt um tónlistina sem ég myndi vilja segja. Svo er umfjöllun um textagerðina og Dali-vísanirnar efni í miklu meiri umfjöllun, en þessi gaur er á sömu síðu og ég hvað varðar tónlistina.

Pitchforkmedia - hverjir aðrir? Frekar neikvætt, þessi gaur telur það sveitinni til frádráttar að það skuli vera mikið af hæfileikaríkum tónlistargestum á plötunni. Sem ég skil ekki alveg, var þá Dark Side Of The Moon líka léleg?

Ókei, hættur, ég lofa. Sorrí, þú bara hittir á einu hljómsveitina sem ég get tapað mér yfir þessa dagana. :-)

Matti - 15/12/05 01:24 #

Hehe, ég skil þig vel og hef gaman að þessu.

Verst að ég finn plötuna hvergi, er svo slakur í þessum niðurhalsmálum.

Matti - 15/12/05 01:41 #

Jamm, ég var búinn að prófa þetta torrent og nokkur önnur en fæ alltaf villur, í þessu tilviki bad data from tracker.

Ég skoða þetta betur á morgun, hlýt að finna þetta að lokum.