Örvitinn

Gullkorn í fótboltalýsingu

Ég er að horfa á Arsenal - Chelsea. Kafnaði næstum á lagtertunni þegar þulurinn sagði:

"Það er óvanalegt að sjá Joe Cole kveinka sér, hann hlýtur að hafa haft ástæðu til"

Eru þessir þulir að horfa á enska boltann í fyrsta skipti? Óvanalegt að sjá Jole Cole kveinka sér! Fjandakornið, þessi Chelsea aðdáun er komin út í öfgar. Joe Cole er einn allra versti leikarinn í enska boltanum. Fáir hafa rúllað jafn marga hringi og þessi drengur á knattspyrnuvöllum englands. Ég skil vel að dómarinn hafi ekki kippt sér upp við það þó Joe Cole hafi hrunið niður, jafnvel þó hann hafi aðeins fengið á lúðurinn í þetta skipti.

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 18/12/05 19:23 #

Þetta eru miklir spekingar.

Gaman líka hvernig Snorri Már gat líka ekki sætt sig við að Liverpool hefði haldið lengur hreinu heldur en Chelsea, heldur þurfti að fara að þylja upp einhverja aðra tölfræði, þar sem Chelsea hefur betur í samanburði við Liverpool.

Kristján Atli - 19/12/05 01:57 #

Ég átti samtal í gær við Chelsea-aðdáanda sem var að pirra sig yfir því að Höddi Magg - Liverpool-aðdáandi - hafi fengið að lýsa úrslitaleik Liverpool og Sao Paulo í Heimsmeistarakeppni félagsliða.

Hann vildi ekkert kannast við það að Willum Þór sé búinn að styðja Chelsea í mörg, mörg ár ...

Svona er þetta bara. Við kvörtum ekki yfir að Höddi Magg dæmi Liverpool-leiki, enda Púllarar sjálfir, en erum svo brjálaðir á hinn veginn.

Að því sögðu, þá er það skýrt merki um yfirvofandi blindu að halda því fram að Joe Cole sé ekki gjarn á að láta sig detta ...

Matti - 19/12/05 11:08 #

Ég heyrði ekki í Hödda Magg þar sem ég horfði á leikinn ruglaðan á Sýn :-) En vissulega fer það ekki framhjá neinum að hann heldur með Liverpool.

Aftur á móti var svakalegt að hlusta á Manchester United - Wigan um daginn. Það voru menn svo augljóslega svekktir þegar eitthvað gekk ekki hjá United að það var alveg kostulegt.

Ég kann orðið miklu betur við að hlusta á lýsingarnar á ensku. Fagna því þegar Liverpool leikur dagsins er ekki aðalleikur, sem gerist sjaldan.