Örvitinn

Portrait úr Ensku húsunum

Þó gleiðlinsan sé alls ekki hugsuð fyrir andlitsmyndir, enda ansi mikil bjögun í gangi á 10mm, þá er hægt að taka skemmtileg portrait með henni.

Þessi mynd finnst mér vel heppnuð. Tvennt kemur þar til, bjögunin fer ekki illa með andlitið á Benna, það fær einhvern teiknimyndafíling. En það sem skiptir jafnvel meira máli er að Auður kemur vel inn í bakgrunni - þannig að þetta verður nokkuð skemmtileg mynd af þeim hjónum að mínu mati. Lýsingin er ekki alveg nógu góð þar sem flassinu er bouncað af loftinu, virkar ekki alveg nógu vel þegar myndavélin er 15cm frá andlitinu.

Auður og Benni

Bjögunin fer ekki alveg jafn vel með Afa enda myndin tekin beint framan á hann og ýkir því hlutföll í andliti ansi mikið. Finnst þessi mynd samt dálítið skemmtileg. Hér er svo eðlilegri mynd tekin á sömu stundu.

Þórður Einarsson

Þessi mynd af Bjarna er líka nokkuð góð að mínu mati. Tóti tók myndina en ég vann hana töluvert í photoshop, klippti og sneri og skellti svo á hana þessari grófu dökku áferð. Myndin er dálítið dökk, sérstaklega í kringum augun. Ég prófa kannski að vinna hana aftur og sjá hvort ég get ekki lagað það.

Bjarni Þórðarson

myndir