Örvitinn

Áramótin

Svona var útsýnið á svölunum hjá foreldrum mínum í Fossvoginum þegar nýja árið gekk í garð. Þessi mynd er tekin á þrjátíu sekúndum. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

áramótaútsýnið

Vorum semsagt í mat hjá mömmu og pabba. Kíktum á brennu í Garðabæ og hlógum lítið að skaupinu. Ég gerði tilraunir við flugeldamyndatöku.

Ég sit heima í rólegheitunum eins og alltaf um áramótin. Stelpurnar eru sofnaðar þrátt fyrir að enn sé verið að sprengja, reyndar er þetta eiginlega búið. Ég var að setja inn nokkrar myndir inn, bæti við þetta á morgun.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 01/01/06 15:13 #

Ég er búinn að bæta inn fleiri flugeldamyndum.

Essbje - 07/01/06 12:59 #

Gleðilegt ár!..........og takk fyrir þessar myndir sem ég hef verið að senda vinum mínum um viða veröld. Tók sjálf myndir á áramótunum. Er með frekar lélega vél og var upp í Perlu. Þaðan sér maður í allar áttir en allt er lengra í burtu......næst ætla ég að vera í Fossvoginum :)

Halldór E. - 07/01/06 14:37 #

Dóttir mín lýsti því yfir rétt í þessu þegar hún sá þessar myndir, að hún vildi frekar vera á Íslandi um áramótin en hér í BNA.

Matti - 09/01/06 03:07 #

Já, ég skil það. Ég á óskaplega erfitt með að sjá fyrir mér áramót án flugeldageðveikinnar eins og hún brýst út á Íslandi. Samt er ég ósköp lítið fyrir það að skjóta þeim sjálfur.

En mér fannst ósköp gaman að dunda mér við að taka þessar myndir af þeim :-)

Vonandi njóta erlendu vinirnir þessara mynda.

Halldór E. - 31/01/06 01:08 #

Dóttir mín er að vinna verkefni um hátíðisdaga í fyrsta bekk hjá Mrs. Claydon í Cassingham Elementary hér í Bexley. Er í lagi að hún notist við tvær áramótamyndir frá þér?

Þannig er að ég reyndi hvað ég gat til að fá hana til að fjalla um kristilega hátíðisdaga, en nei, hún vildi sýna flottar myndir af flugeldum. Svona hafa þú og þessir trúleysingjar slæm áhrif á barnið mitt :-).

Matti - 31/01/06 09:21 #

Já, hún má að sjálfsögðu nota mínar myndir. Ég get sent ykkur þær í meiri gæðum ef þið viljið.