Örvitinn

Pasta

Ég að búa til pastaJóna Dóra og Óttar gáfu okkur pastavél í jólagjöf og nú er ég að reyna mig áfram í pastagerð, frumraun mín er í vinnslu.

Þetta byrjaði reyndar ekkert alltof vel, hveitifjallið hélt ekki eggjunum og mér fannst deigið alltof þurrt. Byrjaði aftur frá grunni og þá gekk þetta betur. Ég var bara of stressaður í fyrstu tilraun og hefði vel getað bjargað því. Þarf að gera pasta nokkrum sinnum til að ná tökum á því. Mér finnst afar gaman að rúlla pastanum í gegnum vélina.

Er núna að bíða í klukkustund meðan tagliatelle þornar á stólbaki, skelli því svo í pott á eftir og sýð í örskamma stund. Ber fram með einhverju einföldu, pestó eða túnfisksósu.

matur
Athugasemdir

Matti - 01/01/06 19:45 #

Svona leit afraksturinn út með parmeson osti, ólívu olíu og túnfiskpastasósu (með rifnum sítrónubörk, balsamik edik, tómötum og sykri).

Bragi - 02/01/06 03:31 #

Ég hef átt svona vél í tvö ár núna og nota hana ansi mikið. Ég mæli með því að í hvert sinn sem þú tekur hana fram þá gerir þú átta eggja uppskrift og þurrkir og frystir það sem þú notar ekki.(s.s. áður en þú sýður það.) Pastað er mjög gott í þrjár til fjórar vikur frosið. Margir myndu meira að segja nota eldra pasta en maður verður að setja takmörk.

Matti - 02/01/06 11:08 #

Takk fyrir þetta, engin spurning að ég prófa þetta. Geymslutími verður sennilega ekki vandamál á mínu heimili, pasta er það oft á borðum.