Örvitinn

Hin ofsalega þvingaða Þjóðkirkja

Að hugsa sér kúgunina, að vera þvingaður til að taka afstöðu í erfiðu máli. Nánar má lesa um þetta í nýarsprédikun Biskups. Það sem biskup (og fleiri) segja er að með því að veita öllum trúfélögum heimild til að gera eitthvað, í þessu tilviki gifta samkynhneigða, sé verið að þvinga Þjóðkirkjuna og önnur trúfélög til að taka afstöðu. Greyin litlu, ofsalega eiga þau eiga bágt.

Svo er til fólk sem heldur því fram að Þjóðkirkjan sé á einhvern hátt nauðsynleg stofnun. Ég myndi hlægja ef þetta væri ekki svona andskoti sorglegt.

Vona bara að samkynhneigðir og allir þeir sem styðja baráttu samkynhneigðra drífi sig í að segja sig úr Þjóðkirkjunni. Þeir sem sannarlega eru trúaðir geta skráð sig í aðra kristna söfnuði, t.d. Fríkirkjuna, en þeir sem ekki eru trúaðir skrá sig að sjálfsögðu utan trúfélaga og geta þá huggað sig við að aurinn fer í betra málefni - þó það sé skítt að vera skattlagður umfram þá sem trúaðir eru.

kristni
Athugasemdir

Erna - 02/01/06 05:04 #

Fer ekki eyririnn þá bara til Guðfræðideildar Háskólans? Helvíti sniðugt múv þar, you can't win, eins og þeir segja...

Matti - 02/01/06 11:07 #

Nei, þetta fer sem betur fer ekki til Guðfræðideildar. Hér má sjá hvert aurinn fór á árunum 1988-1996.

Aftur á móti geta nemendur og starfsmenn deildarinnar sótt um framlög úr Háskólasjóð. Ég trúi samt varla að þetta fólk sé svo siðlaust að það láti sér detta slíkt framferði í hug - þetta eru aurar sem það á ekki að koma nálægt.

Siðfræðistofnun er rekin fyrir fé úr Háskólasjóð, svo dæmi sé tekið. Vonandi eru ekki Guðfræðingar á launaskrá þar !

Stebbi - 02/01/06 13:43 #

Mér finnst nú einna áhugaverðast að samkvæmt fréttinni sem þú vísar í segir biskupinn að með því að trúfélögum verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör verði hjónabandinu "kastað á sorphaugana". Er það bara ég sem finnst langt gengið í hómófóbíu að segja að ef samkynhneygðir fái að gerast hjón muni þau saurga þessa stofnun sem hjónabandið er svo mikið að það jafngildi því að kasta henni á sorphaugana? Miðað við almennt viðhorf fólks í landinu sé ég ekki betur en að gjá hafi myndast milli þjóðar og kirkju. Það verður gaman að sjá hvort þessi ummæli muni vekja einhverja athygli í fjölmiðlum. Ég spái því að svo verði ekki.

Var annars ekki maður dæmdur nokkuð nýlega fyrir niðrandi ummæli um hörundsdökkt fólk? Sjálfur er ég reyndar ekki fylgjandi því að takmarka tjáningarfrelsi mikið með lögum og tel að bæði biskupinn og rasistinn eigi að hafa rétt til að segja sínar skoðanir svo lengi sem þeir eru ekki að boða ofbeldi. Svona hómófóbísk ummæli hljóta samt formlega að vera jafn mikið brot á þeim lögum sem rasistinn braut. Kannski ýmis fyrri ummæli hans um trúleysingja séu einnig lögbrot.

Hjalti - 02/01/06 17:07 #

Því miður Matti:

Stjórn Siðfræðistofnunar skipa þau Vilhjálmur Árnason, prófessor, tilnefndur af heimspekiskor, Björn Björnsson, prófsessor, tilnefndur af guðfræðideild, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, tilnefnd af kirkjuráði þjóðkirkjunnar, Ástríður Stefánsdóttir, dósent, tilnefnd af Kennaraháskóla Íslands og Páll Hreinsson, prófessor, skipaður af háskólaráði án tilnefningar.

Matti - 02/01/06 17:10 #

Stofnunin heitir Siðfræðistofnun.

Heimspekideild á 1 í stjórn. Guðfræðideild 1 í stjórn. Kirkjuráð Þjóðkirkjunnar 1.

Heimspekideild 1 - Kirkjan 2.

Siðfræðistofnun.

égfattaþettaekki

Hjalti - 02/01/06 23:21 #

Já, þetta er sannarlega asnalegt.

En annars er þessi þvingun efni í grein. ;)