Örvitinn

Demantar eru ekki málið

Hér eru tíu góðar ástæður fyrir því að þú átt aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, að þiggja demant frá nokkrum, jafnvel þó þeim bráðlangi til að gefa þér hann (enginn smá titill)

Meira um demanta hjá StraightDope

(via MeFi)

vísanir
Athugasemdir

Eva - 10/01/06 11:57 #

Ég kaupi rökin um aðstæður þeirra sem vinna í demantanámum. Önnur rök halda frekar illa og auðvelt að svara þeim.

  1. Við erum forrituð til að vilja allan fjandann sem okkur vantar ekki, allt frá gosdrykkjum upp í demantsnámur. Er eitthvað verra að langa í skartgripi en annað sem hefur þann tilgang að gleðja skynfærin eða þjóna sem stöðutákn?
  2. Verðgildi hluta er nákvæmlega það sem fólk er reiðubúið til að borga fyrir þá. Hlutir og þjónusta hafa ekkert "náttúrulegt" verðgildi.
  3. Af hverju ætti maður ekki að þiggja gjöf sem ekki er hægt að koma í verð? Ég skil að það sé óskynsamlegt að kaupa demanta til eigin eignar en yfirleitt reiknar maður ekki með að fólk selji það sem maður gefur því. Ætli þér þætti það ekki fremur ógæfuleg dræsa sem neitaði að þiggja gjöf á þeirri forsendu að hún sé illseljanleg.

En sumsé, restina skal ég hafa í huga ef einhverjum skyldi einhverntíma detta í hug að gefa mér demanta.

Matti - 10/01/06 12:04 #

Ég held að þessi grein hefði virkað betur ef titill hennar væri "Af hverju þú átt aldrei að gefa demanta...".

Ég get tekið undir gagnrýni þína að mestu leyti. Vissulega erum við forrituð til að vilja allan fjandann, það þekkir tækjasjúklingurinn ég afar vel :-) En verð ræðst ekki bara af eftirspurn heldur einnig af framboði og í þessu tilviki er framboðið falskt. Vöruhús eru full af demöntum sem ekki eru settir á markað svo verð lækki ekki. Reyndar eru dæmi um þetta á öðrum mörkuðum, t.d. olíumarkaði, þannig að þessi bransi er alls ekki sá eini.

Sjálfur er ég "sekur" um að hafa gefið demant, þó hann hafi kannski ekki verið mjög merkilegur. Get ekki sagt að ég þjáist af miklu samviskubiti útaf því.

En mér þykir þessi upptalning áhugaverð og verð að játa að ég hafði ekki mikið spá í demantabransanum áður.

Stebbi - 10/01/06 13:07 #

Flest af því sem sagt er um aðstæður fólks sem vinnur við demantavinnslu er reyndar líka hægt að segja um flestalla vöru sem kemur frá fátækum ríkjum. Að fólk búi við slæm kjör í fátækum ríkjum kemur væntanlega ekki neinum á óvart. Ég er hins vegar langt frá því að vera viss um að við hjálpum fátæku fólki með því að loka á viðskipti við það. Þvert á móti.

Að hjálpa fólki sem vinnur við erfiðar aðstæður í demantavinnslu með því að láta það missa vinnuna finnst mér ekki vera rökrétt. Á sama hátt eigum við væntanlega að standa vörð um hagsmuni þeirra fátæklinga sem starfa við framleiðslu landbúnaðarafurða í fátækum löndum með því að hindra að þeir geti flutt afurðir sínar til ríku landanna. Fátækt fólk í fátækum ríkjum vinnur í flestum tilfellum við slæmar aðstæður vegna þess að hinn valkosturinn er að vera atvinnulaus, sem getur haft í för með sér að líða skort og jafnvel að horfa á börnin sín deyja.

Til að aðstoða við eyðingu fátæktar, og þar með lausnar þeirra vandamála sem stafa af fátækt, í þessum löndum ættum við að styðja hjálparstofnanir sem vinna gott uppbyggingarstarf og kaupa frekar vörur sem eru frá fátækum ríkjum. Ef vesturlandabúar hlusta á málflutning eins og þann sem er að finna í þessum lista (og má reyndar finna mjög víða) festum við fátæk ríki í gildru fátæktar. Ég tel betra að versla við þau og hjálpa þeim þannig.

Bragi - 10/01/06 14:17 #

Ég hef verið þeirrar skoðunar í talsverðan tíma að demantar séu uppruni mikillar óhamingju í heiminum. Þessi listi sem kemur fram á síðunni tæpir vissulega á stóru ástæðunni fyrir því að forðast viðskipti með demanta. Það eru ástæður 8 og 9. Mörg stríð hafa verið fjármögnuð af DeBeers(stærsta framleiðslufyrirtæki heims í demantavinnslu og ráða um 80% af markaðnum) og hafa þeir haft hag af. Svo sem rétt til námavinnslu og ókeypis starfsfólk. Fjölmörg stríð hafa verið háð um námur og hafa þeir sem sagt fjármagnað aðra hliðina í hvert skipti og stundum báðar ef hagnaður þeirra hefur byggst á því að halda stríðinu gangandi. Ég er ekki að fara með neinar fleipur í þessu samhengi og má kannski best sjá það á því að DeBeers er bannað að stunda viðskipti í Bandaríkjunum og þurfa að selja demanta sína í gegnum milliliði í bæði Amsterdam og London. Það að kaupa demanta er því ekki að "versla" við fátæk ríki heldur að auka eymd þeirra og fátækt. Ef við ætlum að asnast til þess að hjálpa þessum fátæku tíkjum ættum við að hætta landbúnaðarstyrkjum og fella niður tolla á innflutning landbúnaðarvara frá þessum ríkjum, þar stendur stóri hnífurinn í kúnni. Ekki á því að styrkja DeBeers um aukapenní.

Ósk - 11/01/06 12:48 #

Já, en svo er hægt að nota demanta í örgjörva í staðinn fyrir sílíkon, vegna þess að demantar þola hita sem bræðir sílíkonið. Svo er nú svo komið að það er hægt að framleiða demanta sem mjög erfitt er að greina frá þessum "náttúrulegu". Með bættum græjum og með framförum í tækni munu demantanámur vera barn síns tíma.

Kallaðu mig gamaldags, en ég myndi ekki segja nei við demantaörgjörva!

Matti - 11/01/06 12:51 #

Einmitt, en til að það gerist þarf að losa um einokun DeBeers sem eiga vöruskemmur fullar af demöntum sem hægt væri að nota til örgjörvaframleiðslu. Þessi demantaauðhringur kemur eiginlega í veg fyrir að þetta verði mögulegt.

Annars veit ég ekkert um málið, svo ég segi alveg eins og er :-)

Hér er grein frá 2003 um 81GHz demantsgjörva.