Örvitinn

Þessi yndislegu trúfélög

Hvað er hægt að segja?

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um málefni samkynhneigðra er lýst fráleitt og að í því felist fráhvarf frá kristnum siðferðisgildum af hálfu ríkisstjórnarinnar í yfirlýsingu 20 trúfélaga og 19 einstaklinga sem send verður Alþingi.

N.b. þarna er ekki verið að tala um heimild til trúfélaga til að gefa saman samkynhneigða, sem mikið hefur verið rætt um undanfarið, heldur frumvarpið eins og það lítur út í dag án þeirrar heimildar.

Hver eru þessi kristnu siðferðisgildi? Ég fullyrði að væri þetta lið uppi fyrir þúsund árum væri það í því að brenna og grýta synduga til að verja kristin siðferðisgildi.

Hvernig væri að fólk áttaði sig á því að kristnu hindurvitni eru til óþurftar? Þjóðkirkjan er þar ekkert skárri en hin öfgafullu félög sem þarna álykta. Hvernig væri að vakna upp af sinnuleysinu og andmæla þessu rugli öllu saman. Hið kristilega siðferði er fullkomin mýta. Allger uppspuni enda ljóst að "kristnir" einstaklingar deila engu siðferðilegu gildismati.

En segið mér, hvað er Fríkirkjan að gera á þessum lista? Eru það ekki mistök eða er um aðra Fríkirkju að ræða?

kristni
Athugasemdir

Særún María - 20/01/06 10:39 #

Vegurinn heitir "Fríkirkjan Vegurinn." Ætli það sé ekki kommu ofaukið.

Matti - 20/01/06 10:44 #

Aha, það er eflaust málið.

Uppfært: Jújú, sést betur í fréttinni á vísi.

Kommur skipta máli :-)

Gaman að sjá Hjálpræðsiherinn þarna líka, mér leiðist dálítið öll þessi jákvæða umræða um þann sértrúarsöfnuð.

Hjalti - 20/01/06 11:28 #

Þarna eru fulltrúar meirihluta kristinna manna í heiminum.

Það verður gaman að benda á þetta næst þegar einhver segir samfélagið byggja á "kristnum gildum og viðmiðum" :)

gunnar - 20/01/06 13:01 #

"Þarna eru fulltrúar meirihluta kristinna manna í heiminum"

Jahhá ... og þú segir það útaf?

Matti - 20/01/06 13:13 #

Ætli Hjalti sé ekki að vísa til þess að meðlimir Hvítasunnusafna og Kaþólsku kirkjunnar (það er a.m.k. einn kaþólskur prestur og annar kaþólskur gvuðfræðingur sem rita undir áskorunina) séu meirihluti kristinna manna í heiminum.

Hvort meirihluti þeirra sem eru innan þeirra safnaða sé sömu skoðunar veit ég ekkert um. En við vitum að margir meðlimir Lútherskra söfnuða eru þessarar skoðunar.

Hjalti - 20/01/06 14:16 #

Þarna höfum við meðal annars kaþólski kirkjuna (48% kristinna manna í heiminum), rétttrúnaðarkirkjunar (11%), hvítasunnusöfnuðina (5%). En síðan eru auðvitað fleiri kirkjudeildir sem eru ekki Íslandi sem eru á móti þessu. Ég byggi þessar prósentur á tölum af síðunni adherents.com

Svona eru þessi kristnu gildi.

ulfar - 21/01/06 11:24 #

Eg hélt að Guð væri góður Og að hann elskaði ALLA

Halldór E. - 23/01/06 02:11 #

Ég verð að leiðrétta. Þarna er katólska kirkjan ekki, heldur einvörðungu einstaklingar sem tilheyra henni. Hins vegar er ekki ósennilegt að Páfagarður tæki undir þessa áskorun, en þeir eru samt EKKI þarna.

Matti - 23/01/06 02:14 #

Jamm, ég tók eftir því, enda vitnaði ég til þess að á listanum eru kaþólskir einstaklingar. Aftur á móti má skilja Hjalta eins og kaþólska kirkjan sjálf sé á listanum.

En hvernig ætli standi á því að kaþólska kirkjan á Íslandi tekur ekki þátt í þessari áskorun? Eru þeir að reyna vera frjálslyndir, vilja þeir ekki stuða menntamálaráðherra?

Hjalti - 23/01/06 02:14 #

Mikið rétt. Ég hélt kannski að kanslarinn væri æðsti maður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi en Vésteinn benti mér á að það væri biskup hérna.

Annars skiptir þetta í rauninni ekki máli. Stór meirihluti kristinna trúfélaga er á móti þessu.

Annars er aldrei að vita hvort þetta eru kristin trúfélög. Eiríkur á Ómega sagði nefnilega á Ómega í dag að djöfullinn gæti klætt sig í hempu :)

Halldór E. - 23/01/06 16:54 #

Kaþólska kirkjan hefur alltaf verið viðkvæm fyrir samspili ríkis og kirkju í löndum þar sem kaþólikkar eru ekki í meirihluta. Þannig var það í upphafi kaþólska kirkjan sem barðist gegn bænahaldi í opinberum grunnskólum hér í BNA, kyndill sem trúleysingjar allra landa hafa síðan tekið upp með kaþólikkum. Þar sem kaþólska kirkjan er í minnihluta leitast hún yfirleitt við að minnka tengsl ríkisvalds og trúarhópa, þvert á það sem hún gerir þar sem kaþólikkar ráða ríkjum, s.s. á Spáni, Suður-Ameríku og Ítalíu. Það gæti útskýrt að þeir séu ekki á listanum.

Halldór E. - 23/01/06 16:59 #

Hér má bæta við að Tim, orthodoxinn á listanum talar einvörðungu fyrir hönd patríarkans í Moskvu en ekki rétttrúnaðarkirkjur sem játa Moskvu ekki sem aðalyfirvald, s.s. í Úkraínu, Búlgaríu, Rúmeníu og Grikklandi. Hins vegar má allt eins ætla að þeir hefðu skrifað undir ef það hefði komið til tals. Hvítasunnukirkjur eru líka allar sjálfstæðar og Snorri eða Vörður Leví tala ekki fyrir hönd annarra en safnaðanna sem þeir leiða hverju sinni.