Örvitinn

Leikskólabörn af erlendum uppruna

Þetta er áhugaverð frétt fyrir áhugamenn um starf í leikskólum Reykjavíkurborgar. Má ekki færa rök fyrir því að það samrýmist ekki stefnu Reykjavikurborgar að prestur þjóðkirkjunnar komi reglulega í heimsóknir í leikskólana, kenni krökkum að fara með bænir og fari vísvitandi með rangfærslur trekk í trekk, allt í þeim tilgangi að auðvelda íhaldsamri og fordómafullri kirkju sinni að fá ný og saklaus sóknarbörn?

Það hefði ég haldið.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Hjalti - 25/01/06 11:24 #

Það fer samt alltaf í taugarnar á mér þegar krysslingarnir segja að þessi erlendu börn séu eina ástæðan fyrir því að ekki má vera með trúboð. Virðast gleyma því að þeir eru í minnihluta meðal innfæddra Íslendinga

Matti - 25/01/06 11:30 #

Algjörlega, þetta er ein ástæða, ekki sú eina.

Annars var það svo að þegar ég tók dætur mínar úr kristilega heilaþvottinum var til að byrja með einn strákur af erlendum uppruna með þeim. Ég veigraði mér því við því að senda þær í heilaþvottinn þar sem ég gat ekki hugsað mér að strákurinn væri þá einn fyrir utan hópinn. En svo hætti hann á leikskólanum.