Örvitinn

Apastelpur

Þær systur voru apastelpur í kvöld, í heljar apaleik í kringum kvöldmat. Ég var apapabbi, eldaði fyrir þær apanúðlur* sem þær borðuðu af bestu list og skoluðu niður með apavatni.

Ótrúlega gaman að þeim í þessum gír.

*Núðlur soðnar í kjúklingasoði, rækjur settar saman við í lokin og svo smá ostrusósa hrærð út í

fjölskyldan
Athugasemdir

skúli - 02/02/06 22:44 #

Þú mátt vel við una að ungviðið þitt skuli ekki vera matvant eins og á mörgum bæjum.

"...og skoluðu niður með apavatni"

Apavatni? :>)

Matti - 03/02/06 10:13 #

Æi þær eru nú dálítið matvandar þessar elskur. En þær fúlsa aldrei við núðlum eða pasta.

Ég verð að játa að ég tengdi þetta ekki við þetta Apavatn :-)