Örvitinn

Ítalskt salami

Undanfarið hef ég verið ansi ginkeyptur fyrir íslensk/ítölsku salami, hvort sem það er frá Goða eða Sláturfélagi Suðurlands. Ekkert flókið, bara brauðsneið, smá smjörklípa og sneið af salami.

Mikið væri gaman að geta keypt alvöru ítalskt salami á sanngjörnu verði hér á landi. Maður kaupir parma skinkuna ekki nema ef af sérstöku tilefni. En þetta íslenska ítalska salami er gott. Verst að þetta er ekkert sérlega hollt :-)

ítalskt salami

matur
Athugasemdir

Bragi - 03/02/06 18:01 #

Ég vil benda þér á að skunda niður í sælkerabúð á Skólavörðustígnum og kaupa þér niðursneitt salami þar. Þau sneiða þetta í gríðarlega þunnar sneiðar, alvöru ítalskar kryddsalamipylsur, og þú ert að fá eitthvað sem er virði peninganna. Allavegana í samanburði við það sem fæst í búðunum. Meira bragð, fleiri sneiðar vissulega hærra kílóverð en gæðin eru svoleiðis langt fyrir ofan hitt.

Matti - 03/02/06 19:49 #

Ofsalega fannst mér skemmtileg að fara að áleggsborðinu í kjörbúðum Toskana, benda á læri og biðja um nokkrar sneiðar. Þarf að drífa mig í sælkerabúðina.

Ertu ekki annars að tala um Ostabúðina ?

Bragi - 04/02/06 17:12 #

Jú akkurat. Hjá honum Jóa er hægt að finna yndislega hluti.

Kalli - 06/02/06 19:14 #

Ég vissi ekki að þú værir sælkeri líka, Matti. Annars er ég alltaf hallur á Ali álegg. Hef reyndar líka prófað ítölsku salamipylsuna frá öðrum, Goða eða SS, og líkaði vel.