Örvitinn

Múhameð spámaður sem svín

Nú er komið í ljós hvaðan svínsmyndin, sem róttækir múslimar dreifðu og sumir héldu ranglega fram að hefði birst í Jótlandspóstinum, er fengin.

The Cartoon Hoax

Yesterday an American blogger discovered where the “pigsnout Muhammad” comes from. It has no relation to Muhammad whatsoever, it is not even a cartoon, but a fax image of a photo of a French clown performing at a pig festival.

Hvað gengur mönnum til að dreifa þessari mynd á þeim forsendum að hún sé komin frá Danmörku og eigi að vera af Múhameð?

via Mefi

pólitík íslam
Athugasemdir

SHIFT-3 - 10/02/06 16:58 #

Fréttaflutningurinn af svínsmyndinni er mjög skringilegur. Í fjölmiðlum er talað eins og dönsku múslimarnir hafi dreift þessari mynd og látið að því liggja að hún væri ein af skopmyndunum úr Jyllandsposten.

Ef málið er skoðað betur kemur í ljós að það er fjarri sanni. Sendinefndin fór til miðausturlanda með skjalabunka. Þar á meðal myndirnar tólf úr Jyllandsposten - og vel að merkja það kemur skýrt og greinilega fram í allri þeirra kynningu að myndirnar séu tólf talsins.

Einnig var í skjalabunkanum nokkuð af myndum úr Weekendavisen, sem sömuleiðis voru taldar meiðandi eða guðlast - og loks var nokkuð af myndum sem sagðar voru "dæmigerðar fyrir það sem múslimar í Danmörku mættu þola". Í þeim hópi voru t.d. myndir og nafnlaus hótunarbréf sem einhverjir sturlaðir menn senda múslimum í Danmörku eða hengja upp á opinberum stöðum.

Svínsmyndin virðist tilheyra þessum flokki. Einhver kjáni, hugsanlega unglingur, hefur tekið fréttamynd af manni með svínsgrímu og vélritað inn á hana: "Svona lítur Múhameð út".

Nú kann maður að spyrja sig hvað svona ruslpóstur hafi haft að gera í skjalabunkann sem sendinefndintók með sér - en á það ber svo sem að líta að markmið nefndarinnar var ekki einvörðungu að koma höggi á Jyllandsposten, heldur var ætlunin að sýna fram á að birting teikninganna þar væri hluti af stærra vandamáli: útbreiddum hatursáróðri gegn Islam í Danmörku.

Ef maður skoðar þennan skjalapakka - sem er ekki nema rétt rúmar 40 blaðsíður - sést að nánast er útilokað að túlka hann á þann veg að svínsmyndin hafi birst í Jyllandsposten.

...en fyrir einhvern ótrúlegan aulaskap tókst BBC samt að klúðra þessu og sýndi myndina sem eina af umdeildu teiknimyndunum (KOMM ON - þetta er ekki einu sinni teiknimynd heldur ljósmynd!!!)

Í stað þess að skella skuldinni á BBC fyrir ÓTRÚLEGA hroðvirknisleg vinnubrögð, gripu Danir tækifærið fegins hendi og fóru að láta eins og svínsmyndin væri eitthvað úrslitaatriði í málinu og að mistök BBC væri sönnun fyrir því að blekkingar danskra ríkisborgara ættu stóran þátt í þeim hnút sem málið er komið í.

Svona virðist mér atburðarásin í það minnsta líta út. Það er hins vegar erfitt að vita nákvæmlega hverju á að trúa - ekki hvað síst þar sem margir fjölmiðlar sem um það skrifa virðast vera mjög óáreiðanlegir. Gott dæmi um það er einmitt fréttin í "The Brussels Journal" sem vitnað er í í færslunni hér að ofan. Þar er t.d. látið eins og einhver amerískur bloggari hafi uppgötvað uppruna myndarinnar í síðustu viku - meðan menn hafa lengi vitað að um fréttamynd af trúði væri að ræða. Ég set stórt spurningamerki við þennan fréttamiðil.

Matti - 12/02/06 23:20 #

Já, þetta er áhugaverð atburðarrás, það er rétt. Sumt af því sem þú nefnir þarna kemur fram í umræðunni á Metafilter. En ég set spurningamerki við þessa fullyrðingu; "Þar er t.d. látið eins og einhver amerískur bloggari hafi uppgötvað uppruna myndarinnar í síðustu viku - meðan menn hafa lengi vitað að um fréttamynd af trúði væri að ræða." Nú getur vel verið að það hafi farið framhjá mér, en ég hef ekkert séð minnst á þetta áður. Þeir sem hafa vitað það hafa þá a.m.k. ekkert haft hátt um það :-)