Örvitinn

Liverpool úr leik

Æi, þetta var agalegt.

Þrátt fyrir stórgóða byrjun þar sem Liverpool hefði getað skorað fimm mörk (Crouch í stöng, Garcia yfir úr dauðafæra, Carragher í stöng, Carragher í hliðarnet, Crouch einn í gegn) vildi ekkert inn og Benfica refsaði. Hvílíkur klaufaskapur sem það mark var. Seinni hálflleikur var arfaslakur og engin hætta á að Liverpool endurtæki leikinn frá því í fyrra og setti þrjú í seinni hálfleik.

Menn voru almennt að spila illa, enginn samt jafn illa og Morientes sem er alveg úti að þekju þessa dagana (vikurnar, mánuðina). Xabi Alsono var reyndar ansi góður og á tímum sá eini sem virtist fær um að senda boltann á samherja.

Djöfuls ógeðis reykjarstybba var á Players í kvöld. Ég man ekki eftir verra ástandi þar. Farið nú að banna þennan andskota.

boltinn
Athugasemdir

Brynjar - 08/03/06 23:21 #

Hef fylgst með þessari síðu síðan ég leitaði að risotto-gerð fyrir svolitlu síðan :)

En langaði bara að segja frá því að ég bý í Milanó á Ítalíu, hvar reykingar eru bannaðar á almenningsstöðum. Því gat ég farið á pöbbinn og horft á leiki kvöldsins og komið heim eins og ekkert hafi í skorist, og það sama á við þegar ég fer á djammið.

Stórkostlegt alveg hreint og vonandi að reykingabann verði leitt í lög sem fyrst heima.

Matti - 09/03/06 09:43 #

Það er nefnilega málið, þar sem þetta hefur verið framkvæmt er raunin sú að þetta virkar og flestir eru sáttir.

Þetta er alveg hrikalegt ástand hér á landi að geta ekki farið á pöbb nema án þess að reykja hálfan pakka óbeint.