Örvitinn

Flottar ljósmyndir

Ég var að lesa umræðu á dpreview um hvernig á að taka góðar myndir með gleiðlinsu (eins og 10-20 linsunni minni), þar sem fjallað var um near-middle-far regluna svokölluðu. Hún gengur út á að hafa eitthvað áhugavert nálægt, í miðjum ramma og í fjarska.

Hvað um það, í þessari umræðu rakst ég á vísun á ljósmyndir Helen Dixon. Þarna eru margar rosalega flottar ljósmyndir. Ég er sérstaklega hrifinn af fjörumyndum og sjávarborðinu (seascapes). Þær eru einmitt margar hverjar frábært dæmi um near-middle-far regluna.

myndir