Smáskammtalækningar
Á Vantrú er kominn pistill um allt sem þú þarft að vita um smáskammtalækningar (hómópatíu) Heiðurinn af þessari vönduðu þýðingu á Lárus og hann á hrós skilið, afar mikilvægt að fá loks almennilegan pistil um þetta kjaftæði sem virðist vera að að ryðja sér til rúms hér á landi.
Athugasemdir
Lárus Viðar - 03/04/06 16:30 #
Ég þakka hrósið :) Það var líka kominn tími til að fá smá gagnrýna umræðu um hómópatíu á Netið. Svo virðist sem að um 95% af því sem hægt er að finna um þetta kukl sé lof um það hvað þetta er allt saman dásamlegt, heildrænt, mannlegt og virkar svo óhemju vel.
Ríkisvaldið hefur síðan bætt gráu ofan á svart með því að leyfa þessu fólki að kalla sig græðara fyrir að selja fólki vatn i flöskum á uppsprengdu verði.