Örvitinn

Húfan mín, hausverkur og flís í kjötbollu

Fyrir nokkrum mánuðum týndi ég húfunni minni. Keypti þessa húfu í London 2004 og þótti vænt um hana! Leitaði úti um allt en hvergi fannst húfan.

Þegar ég fór úr vinnunni í dag fann ég húfuna. Hún hefur legið í sandi og drullu á bílastæðinu þar sem ég hafði lagt, í einhverja mánuði. Ég tók hana heim, skolaði mesta sandinn og drulluna úr í vasknum og skellti henni svo í þvottavél. Nú er hún eins og ný og ég hef tekið gleði mína á ný og lagt lopahúfuna á hilluna.

Ég var með hausverk þegar ég kom heim en hann er farinn núna. Hef verið óskaplega þreyttur og illa fyrir kallaður síðustu daga. Svaf samt meira en nóg síðustu nótt, þarf að reyna að hvíla mig um helgina. Alltaf þegar ég fæ svona hausverk ímynda ég mér allskyns ólæknandi banvæna krankleika.

Ég kom við í Krónunni og verslaði sælkerabollur frá Goða. Hef keypt þær áður, þetta er fínar bollur með spagettí og ítalskri sósu. Þegar ég var að steikja bollurnar tók ég eftir því að eitthvað stóð út úr einni bollunni, ákvað að toga í það og dró um eins sentimetra tréflís úr henni. Lítill sælkerabragður á því. Ég lét þetta samt ekki skemma kvöldmatinn og við borðuðum ítalskar kjötbollur með spagettí af bestu lyst.

06.05 16:18
Rétt í þessu sendi ég póst til gæðastjóra Norðlenska, sem á Goða, og sagði honum frá þessu. Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögðin.

Ýmislegt
Athugasemdir

sirry - 09/05/06 20:04 #

Hvernig er það er Norðlenska ekki búin að svara þér ?

Matti - 09/05/06 20:06 #

Nei, ég hef ekkert svar fengið! Kannski er gæðastjórinn í fríi, kannski hefur hann engan áhuga.

Mummi - 10/05/06 11:39 #

Og kannski hefur hann svo mikið að gera við að svara pósti frá fólki sem hefur fengið drasl í kjötbollunum sínum :o/