Örvitinn

Æi nei

Ég átti bara eina ósk fyrir þessar borgarstjórnarkosningar og það var að Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni og hefði ekki áhrif á stjórn borgarinnar eftir kosningar. Mér var nokk sama um allt annað.

En svona er þetta, maður fær ekki alltaf (ekki) það sem maður vill (ekki).

pólitík
Athugasemdir

Gummi Jóh - 29/05/06 19:14 #

Hva... Björn Ingi býr í Seljahverfi þannig að hverfið þitt ætti að verða fallegra eftir nokkra mánuði. Net í öllum mörkum og körfum. Allir leikvellir flunkuflottir og ég veit ekki hvað og hvað.

Það er eitthvað gott í þessu öllu.

Matti - 29/05/06 19:35 #

Jújú, það má svosem reyna að sjá björtu hliðina á þessu :-)

Ég hef ekkert agalega mikið á móti Björn Birni Inga per se, það er flokkurinn sem mér finnst hafa full mikil ítök miðað við stuðning og málefni.

Hjalti - 29/05/06 21:04 #

...á móti Birni Inga... ;)

Matti - 29/05/06 22:19 #

úbbs :-)

Einar Örm - 29/05/06 23:27 #

Það skiptir engu máli hvað maður kýs, framsókn kemst alltaf til valda.