Örvitinn

Humarveisla

Humar með hvítlauk og steinselju1.7 kg af humar, slatti af hvítlauk og hálft búnt af steinselju. Dass af sérrí, sítrónusafi, smjör og ólívuolía.

Allt á pönnu í viðeigandi röð og pönnuna undir grill í nokkrar mínútur. Með þessu tagliatelle og upphitað snittubrauð, hvoru tveggja vætt með humarhvítlaukssoði af pönnunni. Hvítvínsflaska kæld dálítið (en ekki of mikið!).

Setið í klukkutíma, humar tekinn úr skel og borðaður með bestu lyst.

Úff, það er dásamlegt að éta á sig gat af humar. Hrikalega er ég saddur :-)

ps. Palli, ég þarf meiri humar

matur
Athugasemdir

sirrý - 19/06/06 08:32 #

ummm en girnilegt hjá ykkur hefði sko alveg verið til í þennan Humar namm namm. Ein spurning skerð þú ekkert í skelina áður en þú eldar hann svona til að auðvelda að taka hann úr skelinni ?

Matti - 19/06/06 10:14 #

Neibb, ég nennti því ekki. Enda bara stemming að sitja lengi og taka humarinn úr skelinni.