Örvitinn

Múrinn fjallar um höfuðblæjubann í Noregi

Á Múrnum skrifar Gestur Svavarsson um ógæfuspor norskra stjórnvalda því norskum skólum hefur verið heimilað að banna höfuðblæjur sem hylja andlitið eða hluta þess.

Þannig verður skólum heimilt að banna höfuðblæjur sem hylja andlitið eða hluta þess "ef blæjurnar hindra kennslu, samskipti og að kennari geti borið kennsl á einstaka nemendur". Blæjur sem hylja aðeins hár verða hins vegar leyfðar, en ólíkt banni af svipuðum toga í Frakklandi nær það ekki til allra trúartákna og er ekki byggt á veraldarhyggju. mbl.is

Þetta finnst Gesti hið versta mál og talar um að slíkt bann sé "ofbeldisaðgerð og misréttisaðgerð". Gestur segir m.a.

Það er umhugsunarvert að bæði Noregur og Svíþjóð heimila misrétti og ofbeldi gagnvart sjálfsmynd einstaklinga.

mynd frá bbc, kona með hulið andlitÞað er semsagt "ofbeldi gagnvart sjálfsmynd einstaklinga" að heimila þeim ekki að nota höfuðblæju sem hylur andlit þeirra í skólastofu! Mættu þá Star Wars nöttarar mæta í tíma með Svarthöfðagrímu? Nei, það finnst flestum vafalaust fáránleg hugdetta enda væri sú gríma ekki borin af trúarlegum ástæðum (eða hvað?). En af því að slæðurnar eru á einhvern hátt trúarlegar má ekki banna notkun þeirra í skólastofum. Ég legg áherslu á að hér er verið að tala um höfuðblæjur sem "hylja andlitið".

Hvað á að ganga langt í umburðarlyndi? Sjálfum finnst mér sú kvennakúgun sem felst í að konur þurfa að hylja andlit sitt og líkama áður þegar þær umgangast ókunnuga argasta klám. Ég skil ekki af hverju Múrinn styður slíka kúgun kvenna. Ég tel það vond rök að þetta sé "þeirra menning". Milljónir kvenna um allan heim eru kúgaðar vegna trúarbragða, það er óþolandi uppgjöf frjálslyndra vesturlandabúa að styðja kúgunina til að komast hjá því að stuða kúgarann. Andsvar við þessu væri eflaust fólgið í að halda því fram að konurnar vilji hylja andlit sitt og það sé þeirra réttur. En gengur sú röksemdarfærsla upp? Er í lagi að konur hafi minni réttindi en karlmenn sökum þess að þannig er það í einhverju samfélagi? Er ekki hætt við að slík röksemdarfærsla endi með ósköpum? Mætti ekki (og nú biðst ég velvirðingar ef einhverjum finnst samlíkingin óviðeigandi) nota nákvæmlega sömu röksemdarfærslu um umskurð kvenna?

Þetta umburðarlyndi tekur á sig ýmsar myndir (via g4s).

  • In Lincoln Park, Mich., Fitness USA relented when Muslim women demanded that the gym wall off a co-ed aerobic center from their women-only section because men could see them working out.
  • In Bridgeview, Ill., a Muslim school says it wants its girls’ basketball team to play road games against non-Muslim schools provided the public schools ban men and teenage boys from the game.
  • In North Seattle, Wash., a public pool set up a swim time for Muslim women in which men, even male lifeguards, are banned.

Ætli Gesti finnist þetta sjálfsagðar kröfur ? Er það ekki, samkvæmt grein hans, "misrétti og ofbeldi gagnvart sjálfsmynd einstaklinga" að heimila karlmönnum að vera viðstaddir þegar konur fara í sund eða keppa í körfubolta?

pólitík íslam
Athugasemdir

Lárus Viðar - 23/06/06 12:45 #

Það væri reyndar skondið að mæta í tíma í svörtum kufli með Svarthöfðagrímu og segjast trúa á Máttinn og vera fylgjandi myrku hliðinni.

Annars er þetta margslungið og erfitt mál sem engin góð einföld lausn er til á. Það er ágæt stefna sem Frakkland og Svíþjóð hafa tekið um að skólar eigi að vera "sekúlar" og banna áberandi trúartákn innan hans. En þessar höfuðslæður eru heldur ekki beint trúarleg tákn heldur frekar hluti af ákveðinni menningu, þar sem íslam fléttast vissulega inn í.

Gestur og fleiri sem eru á hans línu ættu kannski að íhuga það hvort að það sé ekki líka "ofbeldi gagnvart sjálfsmynd einstaklinga" að láta ákveðinn hóp fólks klæða sig á sérstakan hátt eingöngu vegna kynferðis þeirra.

efo - 23/06/06 15:01 #

Þetta hefur ekkert við Íslam að gera.

Matti - 23/06/06 15:21 #

Í fyrsta lagi. Hvað með það? Er kvennakúgun í ásættanlega þó hún tengist ekki trúarbrögðum heldur bara menningu? Taktu eftir að ég segi meðal annars: "Er í lagi að konur hafi minni réttindi en karlmenn sökum þess að þannig er það í einhverju samfélagi?" Er þessi menning svo ekki afar tengd Íslam?

Í öðru lagi. Ha? Tengjast höfuðblæjur kvenna trúarbrögðunum Íslam ekki á nokkurn hátt, jafnvel þó allar konur sem nota höfuðblæjur tilheyri þeim trúarbrögðum? (lítum framhjá undantekningum svo umræðan sé vitræn) Trúarbrögðin eru semsagt "stikkfrí" af öllu neikvæðu... en að sjálfsögðu má þakka þeim það jákvæða, eða eitthvað í þá áttina. Maður er farinn að þekkja þennan þankagang.