Örvitinn

Bílapælingar

Síðustu tvo daga höfum við fjölskyldan þrætt bílasölur í leit að jeppa sem hentar okkur. Erum búin að ákveða að fjárfesta í jeppa sem rúmar fjölskylduna og getur komið henni í bústaðinn þó færð sé slæm.

Höfum fyrst og fremst verið að skoða notaða Suzuki XL-7 og Kia Sorento, þó ekki mjög gamla.

Fengum okkur hádegismat á Vegamótum, vorum þar í seinna lagi, um tvöleytið. Þar rakst ég á gamlan vinnufélaga sem færði fréttir sem höfðu óvænt áhrif á bílapælingarnar. Á morgun geng ég vonandi frá kaupum á bíl. Gerði tilboð í jeppa seinnipartinn og komst að munnlegu samkomulagi um verð, ætla að láta ástandsskoða hann á morgun og geng frá kaupum ef allt er í góðu.

Svo er bara næst á dagskrá að selja bílinn okkar. Langar einhverjum í Opel Zafira sem fór á götuna 09/2000 og er ekinn 72.000 km (fáránlega lítið), kominn á nýjar álfelgur og hefur reynst afar vel? Ég auglýsi hann betur síðar :-)

dagbók
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 07/07/06 09:37 #

Ef það þarf bara að komast í bústaðinn (og ef bústaðurinn er ekki skáli á miðju hálendinu) og fjölskyldan er ekki meira en 4 þá kemur ýmislegt til greina. Hvað með eitthvað hentugra all-around tæki eins og t.d. Subaru Forester? Hátt undir hann, 4x4 og kemst drúgt áfram. Og er hagkvæmari í rekstri og betri í bæjarumferð. Síðan dettur mér í hug Hondæ SantaFe, Lögreglan er mjög ánægð með þá bíla. Svo er náttúrulega Volvo XC70 eiginlega hinn fullkomni bíll við þessar aðstæður en verðið er gersamlega uppi í gufuhvolfinu!

Plögg dauðans: Nú svo er ég reyndar með til sölu Nissan Terrano II einmitt ekinn 72.000km og kom á götuna 08/2000 sem rúmar 7 manns og kemst alveg örugglega í bústaðinn ;) Reyklaus, saltlaus, topplúga, AC og hitt og þetta gotterí ;)

Matti - 07/07/06 13:57 #

Fjölskyldan telur fimm og þarf því þokkalegt rými. Jeppi var málið og dísel bíll kosinn upp á hagkvæmni í rekstri.

SantaFe var aðeins of lítill, Volvoinn hefði ég keypt ef ég ætti miklu (miklu miklu) meiri pening en ég á í dag :-)