Örvitinn

Sala á íslenskum landbúnaðarafurðum í Bandaríkjunum

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því á baksíðu að um þessar mundir gangi vel að selja íslenskar landbúnaðarafurðir í Bandaríkjunum. Haft er eftir Baldvin Jónssyni að eftirspurn sé það mikil að nú sé skortur á afurðum frá Íslandi.

Að sjálfsögðu eru það ánægjulegar fréttir ef vel gengur að selja íslenskar landbúnaðarafturðir og íslenskan fisk á erlendum mörkuðum. En vantar ekki eitthvað í þessa umfjöllun Morgunblaðsins, bæði á netinu og baksíðu sunnudagsblaðsins? Jú, það er ekkert fjallað um verðið sem fæst fyrir afurðirnar. Málið er nefnilega að lengi vel hafa íslenskir bændur verið að borga með þeim vörum sem seldar eru á erlenda markaði. Hvað eru bandarískir kaupendur að greiða? Borga þeir jafnvel minna en íslenskir neytendur þrátt fyrir að vera dálítið lengra frá haganum. það skyldi þó aldrei vera.

Ég keypti tvær meðalstórar sneiðar af íslensku nautakjöti í gærkvöldi og borgaði rúmar tvöþúsund krónur. Ætli það væri hægt að flytja nautakjötið út?

pólitík
Athugasemdir

Erna - 17/07/06 03:15 #

Hmm.. miðað við að dós af grískri jógúrt rennur út hérna á rúma tvo dollara gæti ég alveg séð fyrir mér að New York búar væru til í að borga sem svarar 150 IKR pr. skyrdós.... Hvað kosta þær heima?

Matti - 17/07/06 11:00 #

Ég man það ekki :-) En þetta kom alls ekki fram í þessari umfjöllun þó ég hefði haldið að um væri að ræða kjarna málsins, er verið að selja með hagnaði eða tapi.

Annars hefur umræðan um að bændur borgi með útflutning fyrst og fremst átt við lambakjötið held ég.

Erna - 17/07/06 12:07 #

já, sorrý, sko ég er bara svo spennt að fá skyr í búðirnar hér ;)

Einar Örn - 17/07/06 16:19 #

Svo er líka gaman að við getum flutt út svona nánast hindranalaust, en getum svo ekki asnast til að hleypa á innflutningi inn á móti.

Matti - 17/07/06 18:23 #

Já, ég verð að segja að ég varð dálítið pirraður útaf þessum fréttaflutningi á sama tíma og bændur berjast gegn afnámi ofurtolla á innfluttar afurðir.

Það gleymist nefnilega oft í þessari umræðu að við erum að flytja út ferskar "gæðavörur", en það eru einmitt sambærilegar sem varla er hægt að flytja inn útaf ofurtollum, t.d. kjöt og mjólkurafurðir.

Halldór E. - 18/07/06 22:37 #

Skyrdósin kostar $3 í Whole Foods í Columbus Ohio. En maður lætur sig hafa það :-)