Örvitinn

Kjölur

Ókum Kjalveg suður í dag. Byrjuðum á skoðunarferð í Blönduvirkjun, það var fróðlegt. Vorum þar í geggjuðu veðri. Stoppuðum á Hveravöllum og röltum um en fórum ekki í "pottinn", okkur fannst vanta aðstöðu til að skella sér í sundföt og vorum ekki stemmd í að rölta á brókinni frá salernisaðstöðu.

Ökuferðin gekk vel fyrri part dags en svo varð Kolla bílveik og ældi í bílnum og því ókum við frekar rólega það sem eftir var. Stoppuðum á Geysi til að borða, ókum Þingvallaleiðina heim.

dagbók
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 25/07/06 08:49 #

Bíddu er ekki búningsaðstaða í húsinu við hliðina á lauginni? Annars stoppar það ekki þýsku ferðamennina í að vippa sér í sundbrækurnar bara við húsvegginn í 5 stiga hita og næðingi ;) Vona að þið hafið hent grjóti á dysina, þrír á mann.

Matti - 25/07/06 11:16 #

Nei, það er ekki búningsaðstaða þar - held meira að segja að það hafi sérstaklega verið tekið fram á skilti að svo væri ekki. Ég hefði kannski stríplast þarna hefði ég verið barnlaus :-)