Örvitinn

Ég er "ekkert"

Ég var að enda við að svara Gallupkönnun á netinu. Lokaspurningin var eftirfarandi:

Telur þú þig vera ...?
Mótmælanda
Kaþólska(n)
Með aðra kristna trú
Hindúa
Múslima
Gyðing
Búddista
Annað
Í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
Ekkert
Neitar/Veit ekki

Ég hakaði við "Ekkert" frekar en "Annað" en verð að segja eins og er, mér finnst vanta valkostinn "trúlaus". Það eru miklu fleiri trúleysingjar hér á landi og í flestum löndum Evrópu heldur en t.d. hindúar, gyðingar og búddistar.

efahyggja
Athugasemdir

Sævar Helgi - 09/08/06 01:10 #

Var einmitt að svara sömu könnun. Tók eftir þessu og var ekki sáttur. Spurning um að senda Gallup bara póst og spyrja hvernig stendur á þessu.

Pétur Björgvin - 09/08/06 08:09 #

Já endilega forvitnist um þetta hjá Gallup, sérstaklega væri áhugavert að vita hver er munurinn á Annað og Ekkert og hvers vegnar er ekki gerður greinarmunur á því hvort viðkomandi neitar að gefa upp hvaða stefnu / trú hann aðhyllist eða hvort hann hreinlega veit það ekki, því margir eru að pæla í hlutunum og vilja ekki ákveða sig þó svo að þeim finnist að þeir tilheyri einhvers konar stefnu /trú.

Börkur - 09/08/06 11:55 #

Þú telur þig vera ekkert? Eitthvað hefur sjálfstraustið lekið úr þér með aldrinum? :)

Matti - 10/08/06 14:22 #

Tja, ég er ekkert frekar en annað :-) Ætli þetta sé ekki tengt því að ég var að horfa á Múmínálfana með stelpunum um daginn og Bísan (heitir hann það ekki annars) heimspekingur vildi meina að við værum ekkert :-P

Gunnar - 11/08/06 02:33 #

Skondið - ég svaraði þessari könnun líka og lenti í sama bobba. Var ekkert frekar en annað. Trúleysingjar virðast ekki vera eins underrepresented í úrtakinu eins og í svarmöguleikunum. :-)