Örvitinn

Nikon D80

nikon d80Nikon var að kynna nýja myndavél, Nikon D80. DPReview er með preview.

Þetta er ansi áhugaverð vél, eiginlega sambræðingur D50 og D200. Bodyið er svipað D50 fyrir utan að nú er hægt að fá batterígrip. Skynjarinn er svipaður þeim sem er í D200, sama upplausn (10.2mpx) en minni hraði (3fps í stað 5fps). Fókuselementið er þarna mitt á milli en þó líkara því sem er í D200. Viewfinderinn er sá sami og í D200 og því verulega stærri og bjartari en viewfinderinn í D70/D50. Vélin notar SD kort eins og D50 en ekki Comptact flash eins og aðrar Nikon SLR vélar. Mér finnst það dálítill galli þar sem ég á þrjú Compact flash kort í dag, en algengara er að litlar vélar noti SD kort og því er þetta kostur fyrir marga sem eru að uppfæra.

Þarna eru nokkrir afar áhugaverðir fítusar fyrir þá sem ekki nenna að eyða miklum tíma í myndvinnslu, t.d. er d-lighting komið í vél sem þýðir að hægt er að fá næstum því hdr myndir beint úr vél, hægt að fjarlægja rauð augu sjálfvirkt í vél og taka svarthvítar myndir. Þetta eru reyndar fítusar sem heilla mig ekkert rosalega þar sem ég hef gaman að því að fikta við myndir og tek helst RAW.

Nikon kynnti einnig tvær linsur til sögunnar, afs vr 70-300 og afs dx 18-135 sem verður kit linsa með D80.

Þessi vél lítur vel út. Ég er reyndar spenntari fyrir D200, aðallega útaf því að húsið er traustara og það eru nokkrir fítusar í þeirri vél sem eru ekki í D80 (t.d. mirror lock up). Miðað við reynsluna af D50/D70 má gera ráð fyrir að D80 verði jafnvel betri en D200 á hærra iso. D200 er þó (og verður) töluvert dýrari. D80 húsið mun kosta $999 í BNA en verður væntanlega u.þ.b. tvöfalt dýrari (140-150.000.-) hjá Ormsson!

9/8 14:20
Sé núna að fókusmódúllinn er eiginlega nákvæmlega sá sami og í D200. Myndvinnslufítusar eins og d-lighting eru einnig "eftirá", þ.e.a.s maður getur unnið með myndirnar eftir að þær eru teknar. Ég held maður hljóti að þurfa að taka myndir RAW til að geta notað d-lighting.

Hvað um það, þessi vél lítur mjög vel út. Nú þarf ég bara að komast til New York til að kaupa mér D200 á 130k (210k í Ormsson).

græjur
Athugasemdir

Sævar Helgi - 10/08/06 15:20 #

Þú getur fengið betra verð á D200 hjá mér. Kannski ekki 130 þúsund en alla vega betra en þetta. Bara fyrir þig!!!

Matti - 10/08/06 15:27 #

Ég hef það í huga (Gyða, þú veist hvert þú getur farið fyrir afmælið mitt) :-)