Örvitinn

Fyrsti skóladagur

Kolla valhoppar á leiðinni í skólannJæja, þá er Kolla farin í skólann í fyrsta skipti. Hún var óskaplega kát og spennt í morgun og valhoppaði síðustu metrana í skólann en foreldrar hennar voru með hnút í maganum.

Reyndar erum við bjartsýn á þetta, Kolla er jákvæð og skemmtileg stelpa sem á örugglega eftir að eignast góða vini í skóla og ég er viss um að henni mun líða vel þarna.

Ég hlakka til að heyra í henni í lok dags, hún mun vafalaust hafa frá ýmsu að segja.

Ég tók nokkrar myndir í morgun.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirrý - 24/08/06 19:28 #

Til hamingju með skólastelpuna ykkar. Mikið líður tímin hratt? Ein spurning hvað er Gyða með í plastkassa ??

Gyða - 24/08/06 20:08 #

Takk takk Kolla átti að koma með körfu til að geyma aukaföt í upp í hillu. Mamma átti þennan plastkassa með loki svo við notuðum hann :-) Mjög sniðugt finnst mér að geta haft auka sokka og svona ef þau blotna man ekki til þess að það hafi verið í boði fyrir Áróru

Sirrý - 27/08/06 20:38 #

Já það er mjög sniðugt. Þetta hefur ekki verið í boði fyrir Arnar.

Linda - 28/08/06 11:15 #

hæ þekki þig ekki neitt en datt hér inn á síðuna óvart og mjög gaman að lesa það sem er hér skrifað og verð að kommenta á myndirnar líka, rosalega flottar myndir og myndarleg fjölskylda :-) Gangi ykkur allt í haginn

Matti - 28/08/06 17:10 #

Þakka þér fyrir og gangi þér sömuleiðis allt í haginn :-)