Örvitinn

Að syrgja

Mér finnst skrítið að sumt fólk höndlar daginn í dag frekar illa.

Vissulega er enginn að segja að allir þurfi að vera í öngum sínum útaf hryðjuverkum sem áttu sér stað fyrir fimm árum. Óneitanlega er rétt að fyrir og eftir þann atburð hafa skelfilegir og skelfilegri aburðir átt sér stað, bæði af völdum manna og náttúruafla.

En er einhver ástæða til að vera sífellt að velta sér upp úr öðru? Er hægt að líta hjá því að það sem gerðist fyrir fimm árum var skelfilegt og hefur haft mikil áhrif. Þarf maður að hrópa yfir lýðinn; "ég er ekkert sorgmæddur, það hefur margt verra gerst". Mér finnst það bara kjánalegt.

Ég er óskaplega lítið sorgmæddur í dag. Heimildarmyndin sem Rúv sýndi í gærkvöldi var áhugaverð, sérstaklega hvernig fjölmiðlar sótthreinsuðu umfjöllun. Einnig áhugavert að sjá hvernig trúarskoðanir voru að þvælast fyrir. Auðvitað var svo alveg glórulaust að tala um fólkið sem "jumpers", eins og það hefði verið að taka eigið líf.

Sótthreinsun fjölmiðla á reyndar við um aðra skelfilega atburði í dag, fréttir af hryðjuverkjum í miðausturlöndum eru afskaplega sótthreinsaðar, við sjáum myndir af vettvangi eftir að búið er að hreinsa líkamsleifar og þurrka blóðpollana. Því miður gerir hreinsunin það að verkum að flestir þessa atburða verka ekki sterkt á mann.

Það væri samt kjánalegt að gera lítið úr þeim atburðum.

Á vefsíðu BBC skrifa nokkrir einstaklingar um áhrifin sem hryðjuverkin 11. sept hafa haft á heiminn.

Árið 2002 sendu lesendur Salon inn bréf um óviðeigandi hugsanir tengdar þessum atburði.

pólitík
Athugasemdir

Eyja - 11/09/06 18:50 #

Sammála. Mér finnst það argasti dónaskapur. Rétt eins og það væri argasti dónaskapur ef ég legði mig í líma við að taka það fram að ég syrgði ekkert Jón Jónsson sem fórst í bílslysi vegna þess að annað eins hefði nú gerst annars staðar.

Matti - 11/09/06 19:54 #

Nákvæmlega.