Örvitinn

Fyndinn grænsápubókartitill

Í umræðum um raðmorðingjann Gvuð benti Séra Carlos á bókina Exposing the Bible's Texts of Hate to Reveal the God of Love til merkis um það að guðfræðingar væru komnir miklu lengra en við í að tæta Biblíuna í sig.

Ég get ekki að því gert að mér finnst þessi bókartitill stórkostlegur, reyndi að snúa honum yfir á íslensku en veit ekki hve vel tókst. Flett ofan af haturstexta Biblíunnar til að finna Gvuð kærleikans. Já, Gvuð kærleikans skal vera í Biblíunni innan um haturstextann. Ástæða þess að mér þykir titillinn fyndinn er að hann er svo óskaplega grænsápulegur.

En Séra Carlos er samur við sig og sakar mig um fyrirsjáanlega fordóma þegar ég segi að mér finnist titillinn fyndinn. Hann er eins og biluð plata karlinn.

kristni
Athugasemdir

Jón Magnús - 12/09/06 15:05 #

Skv. þessum titli er svo augljóst hve Biblían er vont rit. Menn eru greinilega í miklum vandræmum hvað sé hægt að gera með allan þennan splatter texta sem fyrirfinnst í þessu riti.

Hjalti Rúnar - 12/09/06 16:26 #

Það væri gaman að fara yfir listann sem er á Wikipedia-síðunni með þjóðkirkjuprestum og fá þá til að viðurkenna hvaða atriðum þeir eru sammála og hvaða atriðum þeir eru ósammála.

Matti - 13/09/06 07:41 #

Á Vantrú segir Carlos:

Nenni ekki að eyða tíma mínum í svona for (ekki búinn að lesa en ég er viss um að þetta er grænsápa) dóma.

Er Carlos fífl? Það eina sem ég gerði var að gera grín að titli bókarinnar sem mér finnst fyndinn. Alveg er það ótrúlegt hvað Carlos (og sumir kollegar hans) eru uppteknir við að gera mér upp öfga og fordóma. Mér finnst þetta skondinn bókartitill, það er allt.

Carlos - 13/09/06 11:42 #

Sneiðinni var reyndar beint annað, en þú mátt gjarnan kalla mig fífl, ef þér líður dálítið betur fyrir vikið. Varðandi bókartitilinn, já, hann er skondinn, en skondnara eru viðbrögð manna sem hafa ekki lesið bókina en eru búnir að dæma hana dauða og ómerka, eins og glögglega má sjá á ummælunum við téða færslu.

En gott að vita hvar maður hefur þig. Þú mátt eiga það að koma fram undir nafni ólíkt sumum skoðanabræðrum þínum þegar þú kastar drullu yfir fólk. Verst að áhuginn að hitta þig í eigin persónu geldur fyrir það en, gæti verið verra.

Matti - 13/09/06 11:44 #

Áfram heldur þú rangtúlkunum og útúrsnúningum. Spurning mín er viðbrögð við rangfærslum þínum og skætingi.

Matti - 13/09/06 11:45 #

Með öðrum orðum, ef þú meinar eitthvað allt annað en þú segir, þá ertu augljóslega ekki fífl (fyrir að segja þetta).

Bara afskaplega óskýr og þreytandi.

frelsarinn@gmail.com - 13/09/06 11:56 #

Carlos, ég tjáði mig aldrei um bókina en þá komstu með annan frasa á mig til að ómerkja orð mín, þ.e.a.s. um nafnleysi o.s.frv. Athyglisverð viðbrögð. Eyðir púðrinu í að dreifa umræðunum út um allt, svona aðferð er kölluð smjörklípuaðferð af fyrrverandi forsætisráðherra í Kastljósi fyrir stuttu.