Örvitinn

Fróðleiksmoli dagsins

Magnús Jóhannson, leigubílstjóri í Keflavík, skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 14. september síðastliðinn. Í grein hans lærum við ýmislegt, meðal annars þetta.

Guð er ekki einstök ofurvera sem lifir einhvers staðar í alheiminum eða utan hans, og hefur ekki sömu tilfinningaþarfir eða býr við sama tilfinningarót og menn. Það-sem-er-Guð verður ekki sært eða skaddað á neinn veg og þarf því ekki að leita hefnda eða refsa.

En fræðslunni er ekki lokið, því Magnús bendir okkur líka á eftirfarandi "staðreynd".

Allir hlutir eru eitt. Það er aðeins eitt og allir hlutir eru hluti af því-eina-sem-er.

Já, maður getur lengi lært.

Ýmislegt
Athugasemdir

Sævar Helgi - 18/09/06 19:56 #

Þessi grein er ansi fyndin. Engum manni getur verið alvara með svona. Trúi því ekki.

Birtir Mogginn annars hvaða rusl sem er?

Óli Gneisti - 18/09/06 21:28 #

Spurning með að fá far með honum. Neita síðan að borga með því að útskýra að allir hlutir sé eitt og þar af leiðandi sé hann þegar með greiðslu fyrir farinu.