Örvitinn

Græjur dagsins

Ég var ekkert að ljúga með jólin. Þessi græja er á skrifborðinu mínu:

min_d200.jpg

Var semsagt að fjárfesta í Nikon D200. Ný uppþvottavél verður send heim síðar í dag.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 20/09/06 12:24 #

Look at the size of that thing! WOW :D Til hamingju ;) og á ekkert að setja specurnar með ;)?

djagger - 20/09/06 21:17 #

Hva, ekki vissi ég að þú værir að fara út í D200.

Til hamingju með græjuna :)

Matti - 20/09/06 21:55 #

Ég hef lengi verið að spá í D200 en það var ekki fyrr en D70 vélin mín fór að sína veikleikmerki (ég fæ blikkandi græna ljós dauðans af og til) sem ég ákvað að drífa í að uppfæra. Skoðaði vélarnar dálítið, var búinn að handleika D200 og fannst hún helvíti góð. Þetta er ótrúlega massív græja!

Matti - 20/09/06 22:29 #

Þess má geta að uppþvottavélin virðist þrælvirka. Það heyrist alveg fáránlega lítið í henni.

djagger - 21/09/06 12:34 #

Æjá, græna ljósið fræga á D70. Hef ekki lent í því ennþá (7-9-13) og þegar það kemur hjá mér býst ég við að fara frekar í D80 og fá mér þá góðar linsur. (Dreymir um 70-200VR)

Hlakka til að sjá myndir úr tryllitækinu :)

sirry - 21/09/06 20:41 #

Til hamingju með gripinn. Rosalega flott græja.