Örvitinn

Línuvarðardrusla

Hvað er málið? Liverpool spilar á móti grófasta og leiðinlegasta liði ensku úrvaldsdeildarinnar og fokking Bolton fær gefins mark. Djöfuls skandall var þessi dómur.

Ég hata þetta Bolton lið, djöfuls drullusokkar eru þetta. Það sást vel í mynd þegar varnarmaður sneri upp á geirvörtuna á Bellamy og glotti !! Ef þeir klára leikinn með 11 menn er eitthvað að, en miðað við þessa dómgæslu er líklegra að Liverpool leikmaður verði rekinn útaf fyrir ekkert.

boltinn
Athugasemdir

Jón Magnús - 30/09/06 13:59 #

Djöfull var ég að vonast til að þú væri búinn að skrifa pirr færslu vegna þessa leiks svo ég gæti komið og sagt eitthvað líka um þennan skandal!! Djöfull er ég fúll út í þennan leik - glórulaus dómur hjá AD og ég verð furðulostinn ef ég mun sjá hann nokkurn tímann aftur í efstu deild á Englandi.

Þessi maður var/er ekki starfi sínu vaxinn.

Og þetta Bolton lið - HATA ÞAÐ! Einfalt - áttu skilið að fá eitthvað út úr þessum leik en okkar menn gátu ekki drullað boltanum yfir línuna þrátt fyrir góð færi og síðan fær Bolton hjálp með fyrsta markið og drulla öðru inn. 3 marktilraunir og 2 mörk - maður getur oft sagt að boltinn geti verið ósanngjarn en þetta var einum of.

Og ekki til að bæta það þá virtust vafaatriðin falla Bolton í hag og okkar menn alveg tíndir fyrir framan mark andstæðingan. Fullt af færum en ekkert gengur.

Ein pæling: Hefði dómarinn dæmt á brotið þegar Campo fór í bakið á Kuyt út á velli en sleppti því af því að það var innan teigs? Mitt mat - víti. Campo fór afar klaufalega í hann og það átti að refsa með vítaspyrnu en eins og annað þá féll það ekki okkur í hag.

Matti - 30/09/06 16:32 #

Eins og sést á tímasetningu færslunnar skrifaði ég þetta í hálfleik. Horfði svo á upptöku af seinni hálfleik töluvert seinna vegna þess að við fórum í Mjódd í millitíðinni. Mikið óskaplega var þetta sorglegt í alla staði, algjör viðbjóður. Það er það einan sem ég get sagt.

Næst þegar við spilum á móti Bolton á útivelli vil ég að Benitez velji varalið með þá einu dagskipun að fótbrjóta sem flesta Bolton menn.