Örvitinn

Stóðréttir

Ég yfirgef bæinn í kvöld. Rúnta á Hvammstanga þar sem ég mun verða fram á sunnudag sem gestur Eiríks Steinarssonar. Á morgun eru stóðréttir og þá fer ég á hestbak í fyrsta sinn í langan tíma. Vonandi kemst ég heill frá því.

Eiki er búinn að skipuleggja dagskrá og ég held þetta eigi eftir að verða magnað. Ég stefni á á að skemmta mér vel og taka fullt af ljósmyndum.

Ég og Einar brunum af stað norður milli sex og sjö. Regin keyrir frá Bifröst þar sem hann er að kenna einhverja lögfræði í dag. Aðrir láta ekki sjá sig í þetta skipti.

Held ég hafi dálítið gott af því að taka mér frí frá þessu netþrasi í nokkra daga :-)

dagbók
Athugasemdir

Kristján Atli - 05/10/06 19:49 #

Það hafa allir gott af því að taka sér frí frá netþrasi reglulega. Sérstaklega þrjóskir einstaklingar sem elska rökræður. Sjálfur gekk ég svo fram af sjálfum mér að ég þurfti hreinlega að hætta að blogga. Læt mér nú nægja að valda usla á síðum annarra. ;-)

Matti - 08/10/06 21:30 #

Spáðu í því hvernig það er að láta sverta nafn þitt í fjölmiðlum þannig að tugþúsundir manna fái hugsanlega þá mynd af þér að þú sért fordómafullur öfgamaður sem vilt banna fólki að hafa eigin skoðanir.

Prófaðu svo að reyna að fá menn til að rökstyðja þennan málflutning en vera þá sakaður um öfga.

Trúðu mér, á slíkum stundum langar mig að hætta þessu rugli.