Örvitinn

Myndir frá stóðréttum í Víðidal

Stóðréttir í Víðidal - hesturJæja, þá er ég búinn að setja inn næstum allar myndirnar frá síðustu helgi, 51 mynd komin inn. Þ.e.a.s. allar sem ég hef hugsað mér að setja inn, þetta er ekki nema um einn tíundi af myndunum sem ég tók. Á eftir að renna yfir safnið og bæta inn 5-10 myndum.

Myndin hér til hliðar er næstum ekkert unninn [auto curves, minnkuð, smart-sharpen]. Þegar nokkuð var liðið á laugardag ákvað ég að prófa "vivid" stillingu vélarinnar og taka jpeg myndir. Ég var mjög sáttur við litina sem komu úr vélinni þá. Ekki skemmir að 80-200 2.8 linsan er stórskemmtileg.

Annars tók ég megnið RAW eins og vanalega og því hefur nokkur tími farið í að vinna myndirnar. Á föstudaginn notaði ég bara 18-70 linsuna, skyldi allt annað eftir þar sem við gistum, þannig að ég keyrði DxO á flestar þeirra til að laga bjögun.

myndir
Athugasemdir

Matti - 10/10/06 22:51 #

Þakka þér fyrir.

Já, ég mæli með stóðréttum. Það vantar svo sannarlega ekki myndefni og svo er heldur ekki ónýtt að njóta stemmingarinnar :-)