Örvitinn

Þúsund króna ljósapera

Í gær keypti ég þúsund króna ljósaperu, Osram duluxstar heitir græjan. Já, þegar ljósapera kostar þúsund krónur er hún orðin græja. Við skelltum okkur í Byko þar sem markmiðið var að kaupa ljósaperur og ofnalykil. Það gekk reyndar illa að finna ofnalykilinn en hann fannst að lokum. Eftir að hafa keypt helling af hefðbundnum ljósaperum leit ég yfir orkusparandi perurnar. Þær eru fáránlega dýrar, peran sem ég keypti er 8w sem jafngildir víst 40w samkvæmt pakkningu. Ódýr 40w pera kostaði 77kr í Byko. Samkvæmt pakkningum á þessi sparnaðarpera að endast eins og sex ódýrar, við sjáum hvað setur. En ég keypti hana samt, það er nefnilega svo ógeðslega leiðinlegt að skipta um ljósaperur í eldhúsinu, maður þarf að klifra í tröppu og skrúfa þrjár skrúfur sem maður sér þó ekki til að geta losað kúpulinn af.

Við reyndum að tappa lofti af ofnum. Veit ekki hve vel það gekk, kom aðallega vatn úr þeim.

Þessa færslu skrifa ég svo ég geti flett því upp þegar ég skipti um sparnaðarperuna hvenær ég setti hana í ljósið. Ef það gerist innan árs fer ég í Byko og heimta endurgreiðslu :-)

græjur
Athugasemdir

Ásta pásta - 29/10/06 19:49 #

hæhæ systir sonju hérna vinkonu systur þinnar í gamla daga:) Rakst á þessa síðu þegar ég var að googla eitthvað afmælis eitthvað minnir mig,fyndið....hehe But varð bara að segja V'A þessar myndir eru ótrúlega flottar hjá þér, flott að segja með hvaða linsu og fl þær voru teknar.. 'A kannski eftir að taka þig til fyrirmyndar og fara nota þetta dýru myndavél sem við keyptum um daginn.. Hef bara tekið myndir af förðunarvörum útaf því að ég er að stofna þannig síðu:) jæja hætt að bulla í þér, sætar dúkkurnar þínar! Og bið að heilsa systu kveðja Ásta Salný

Matti - 29/10/06 22:41 #

Ég þarf að spyrja systur mín út í þetta, ég er alveg úti á þekju :-) Hún kíkir hingað inn af og til og sér vafalaust kveðjuna.