Örvitinn

Jesus camp

Við horfðum á Jesus Camp í kvöld, er það ekki viðeigandi nú fyrir jólin?

Satt að segja þótti mér þetta frekar óþægileg mynd. Auðvitað er þetta afar ýkt borið saman við íslenskan veruleika en sumt má þó, með góðum vilja, heimfæra á Þjóðkirkjuna og barnastarf hennar. Gleymum því heldur ekki að á Íslandi er fjöldi fólks í söfnuðum sem svipar mjög til þess, sbr Krossinn, Fíladelfía og Veginn svo eitthvað sé nefnt.

Skondið að sjá Ted Haggart áður en hann "lenti í" klípu. Hann kom fyrir í Root of all evil en þegar ég sá hana var ekki opinbert að hann svaf hjá karlhóru og notaði spítt. Það er eitthvað svo yndislegt að horfa á hann prédika um samkynhneigð vitandi þetta.

kvikmyndir
Athugasemdir

Halldór E. - 23/12/06 01:23 #

Þessi nálgun í Jesus Camp, var líka einum of hér í BNA. Því það er búið að loka búðunum.

Annars er ég svona klikkaður, en mér var minna brugðið en flestum samnemendum mínum í guðfræði hér í BNA. En ég held samt að það þurfi "mjög góðan vilja" og takmarkaða þekkingu til að líkja því sem þarna sést við hefðbundna fræðslu þjóðkirkjusafnaða. En vissulega eru þarna móment sem minntu mig á gagnrýniverðar aðferðir sem einstaklingar innan þjóðkirkjunnar hafa beitt í gegnum tíðina.

Matti - 23/12/06 10:39 #

"sumt má þó, með góðum vilja, heimafæra á Þjóðkirkjuna og barnastarf hennar".

barnastarf Seljakirkju

Myndin er tekin á leikskóla (ekki kristilegum leikskóla) af starfsmanni Seljakirkju.

Árni Svanur - 23/12/06 12:04 #

Er myndin komin út á dvd hér á landi eða fékkstu hana erlendis frá?

Halldór E. - 23/12/06 12:54 #

Ég átta mig á afstöðu þinni til leikskólaheimsókna kirkjustarfsfólks, en ég sé ekki að bænahald eða framsetning boðskapar þjóðkirkjunnar í þessum heimsóknum líkist á neinn hátt þeim kennsluaðferðum sem notaðar eru í myndinni.

Nema samlíkingin sé, þau biðja, það er farið með bænir í leikskólaheimsóknum. Ergó: Þetta er það sama.

Það eru notaðir annars konar líkamstilburðir, annars konar orðfæri, annars konar guðsmynd, annars konar hugmyndir um árangurstengingu bæna :-), annars konar krafa um þátttöku, annars konar uppeldisfræði, annars konar umhverfi, annars konar samhengi að öllu leiti. En það er rétt það er farið með bænir og ef það að fara með bænir gerir aðferðafræði Jesus Camp stjórnenda að aðferðafræði kristinna manna alls staðar þá hefur þú rétt fyrir þér.

Matti - 23/12/06 15:03 #

Myndina fékk ég á netinu.

Persónulega finnst mér ég vera að horfa á sömu hegðun þegar starfsmaður Þjóðkirkjunnar fer í leikskóla og segir börnunum að þau geti talað við Gvuð með því að spenna greipar - og lætur þau svo gera það. Þannig finnst mér lítill munur á þessari mynd hér að ofan og því þegar börnin gráta af trúarhita í Jesus camp.

Jón Magnús - 23/12/06 22:07 #

Ég get tekið undir með þér Matti að þessi mynd virkaði mjög truflandi á mig, eiginlega mjög. Mér fannst eins og ég væri að horfa á einhverskonar andlegar píningar og heilaþvott á börnum sem mér fannst alger viðurstyggð. Mig langar eiginlega ekkert að sjá þessa mynd aftur vegna þess.