Örvitinn

Lambalæri

lambalæriVið elduðum læri í kvöldmatinn. Ég og Inga María gripum læri á kostakjörum í Bónus um daginn og það var kominn tími til að elda það. Höfðum kartöflumús með pestó og parmesan í meðlæti og svo útbjó ég einfalda sósu úr soðinu, rifsberjasultu og sveppum. Frábært meðlæti og sósan heppnaðist afar vel. Ég borðaði samt temmilega, aðhald í gangi.

Ég keypti lítið læri, það minnsta sem ég fann í búðinni, en samt eigum hálft læri eftir. Restin verður borðuð á brauð og svo líklega í risotto.

matur
Athugasemdir

Guðsteinn Haukur - 12/09/07 22:06 #

Matti minn, þó við séum ósammála um margt, þá erum við afar sammála um eldamennsku. Eins og þú þá er mitt aðaláhugamál eldamennska.

Þú segir: "Höfðum kartöflumús með pestó og parmesan í meðlæti og svo útbjó ég einfalda sósu úr soðinu, rifsberjasultu og sveppum."

Vá! Þetta hljómar nú ekkert smá vel! Hver er uppskriptin af þessum dýrðum?? :)

Matti - 16/09/07 14:51 #

Það er nú varla hægt að segja að það hafi verið uppskrift :)

Kartöflumús með pestó og parmesan er bara stappaðar kartöflur, smjör, fullt af rifnum parmesan osti og slatti af pestó. Hrært saman í potti og svo sett í eldfast mót og skellt inn í ofn í smá tíma.

Sósan var bara eftir hendinni.

Guðsteinn Haukur - 17/09/07 15:37 #

Takk kærlega fyrir þetta Matti minn, þetta er nákvæmlega það sem ég var að fiska eftir. Ég prófa þetta sem allra fyrst!