Örvitinn

Frakkland í sumar

Þá erum við búin að bóka flug til Parísar í sumar. Verðum í húsi í suður frakklandi í tvær vikur en eigum eftir að finna okkur eitthvað kringum það. Munum taka okkur tvo daga í að aka frá París þannig að við þurfum að finna okkur gistingu á miðri leið. Spurning hvort við verðum ekki síðustu þrjá - fjóra dagana í París.

Nú þurfum við að fara að kaupa okkur bækur og stúdera Frakkland.

Frakkland

dagbók
Athugasemdir

Matti - 28/01/07 13:24 #

Þakka þér fyrir ábendinguna, ég tek undir með þér, þetta er eitthvað sem maður þarf að sjá.

Auður - 28/01/07 18:40 #

En hvað þið eigið gott! Við Benni fórum á húsbíl um þetta svæði í fyrrasumar (alvöru white trash hyski, ég veit). Ég á voða fína bók, Provence & The Cote D´Azur sem að ykkur er velkomið að fá lánaða.

Sirrý - 28/01/07 19:32 #

Ég held að ef ég væri að fara til parísar með börnin mín að ég myndi eyða þessum extra dögum í Eurodisney.

Matti - 28/01/07 19:42 #

Við stefnum á að fara einn dag í Eurodisney en það er alveg nóg. Ég yrði fljótt geðbilaður ef ég þyrfti að eyða mörgum dögum í skemmtigarði :-)

Auður, ég þigg með þökkum að fá þessa bók lánaða. Það er alveg nauðsynlegt að lesa sér vel til áður en maður heimsækir svona svæði. Mér finnst það nú afskaplega heillandi að ferðast um svona svæði á húsbíl, þ.e.a.s. án barna :-9

Sirrý - 28/01/07 20:47 #

Æji ég gæti nú alveg eitt 3 dögum í svona garði svo gaman að finna barnið í sjálfum sér og upplifa þessa hluti í gegnum börnin sín :C) Svo er auðvitað svo margt að sjá og mismunandi óskir hjá öllum :C) En auðvitað hefur parís upp á svo margt annað að bjóða sem er um að gera að skoða í svona ferð. Svo er auðvitað spurning um að senda börnin bara heim með ömmu og afa og njóta parís bara hjóninn hehe

Skúli - 28/01/07 20:57 #

Mæli frekar með Ástríksgarðinum en Disney. Fórum á báða staðina í fyrra og var það einróma álit ungra sem aldinna að Ástríkur hefði vinninginn!

Hvaða síðu notarðu til að finna hús á leigu?

Matti - 28/01/07 23:16 #

Ég verð að játa að ég er eiginlega ekkert inni í þessum húsaleigumálum :)