Örvitinn

Járnlítill

Ég skellti mér í ræktina fyrir hádegi, fékk mér svo boozt og kíkti því næst í Blóðbankann. Ég fékk semsagt áminningu frá þeim í gær.

Hafði ekki fattað það fyrr en hjúkkan sagði mér frá því, en það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast. Ástæðan fyrir því að það liðu fjórir mánuðir en ekki þrír eins og venjulega er að ég var svo járnlítill síðast. Hef alltaf verið með ansi mikið járn í blóði, en síðast var ég skyndilega kominn í um 11 (eitthvað, veit ekki hver mælieiningin er), viðmiðið er 20.

Blóðþrýsingur: 139/68, Púls: 96

Þannig að nú gef ég blóð á fjögurra mánaða fresti í einhvern tíma.

Mér tókst að gleyma veskinu í ræktinni, lagði það á borðið þegar ég keypti boozt og gekk svo bara í burtu. Alveg magnað hvað ég get verið viðutan. Sótti veskið eftir blóðgjöfina.

heilsa