Örvitinn

Æi, hér eru nokkrir punktar

Rassgat.

Ýmislegt
Athugasemdir

Einar Örn - 22/03/07 14:24 #

Ég er með xBox 360, sem uppfyllir mínar þarfir á 4 mánaða fresti þegar ég finn hjá mér löngun til að spila tölvuleiki.

Málið við hana og PS3 er að þú þarft að vera með HD sjónvarp til þess að grafíkin verði stórkostleg. Ég sé engan brjálæðislegan mun á PS2 og xBox 360, en þegar maður tengir xbox-ið við HD þá verður útkoman stórkostleg. Það sama á væntanlega við um PS3.

Þannig að það er ekki bara að hún kosti 70.000 heldur þarftu eiginlega líka 300.000 króna sjónvarp til þess að njóta gæðanna.

Er reyndar líka pínku spenntur fyrir Wii.

Ósk - 22/03/07 15:06 #

Ég á xbox 360 og hún er yndi. Oblivion er eins og krakk. Ekki það að ég hafi prófað krakk, en ég hugsa að það sé ekki ósvipað. Nema minni reykur og fleiri sverð.

Persónulega myndi ég kaupa xbox 360 OG wii og borga minni pening fyrir heldur en að fá mér playstation 3 sem er víst hálfgert flopp. Ég væri til í wii, en það er ekki nægilegt pláss í stofunni. Fáðu þér wii og ég skal lifa í gegnum þig og dæturnar! Allir sáttir.

Matti - 22/03/07 15:12 #

Ég er a.m.k. ekki á leiðinni að fjárfesta í sjónvarpið fyrir 300.000 á næstunni :-)

Ég held að næsta skref verið að kaupa mér nýja (en samt gamla, semsagt ódýra) ps2 leiki og nota hana eitthvað, jafnvel klára eitthvað af þessum leikjum sem við eigum.

wii er stórskemmtileg græja. Ég prófaði hana hér í vinnunni um daginn og þrátt fyrir að grafíkin hafi verið einföld og hægt sé að "svindla" á fjarstýringunni (maður þarf ekki að taka fulla sveiflu) þá er þetta bara svo skemmtilegt og öðruvísi þegar spilarar eru á fullu, skoppandi um og sveiflandi höndum.

Kannski kaupi ég xBox360 einhvern daginn, Gears of wars virðist dálítið flottur.

En þetta verð á Playstation3 er bara rugl. Ég hef ekkert séð ennþá sem sannfærir mig um að þetta sé sniðug græja. En það er alveg ljóst að eftir 3-4 ár koma klikkaðir leikir fyrir hana þegar forritarar hafa lært að temja þessa sjö virku hliðargjörva (voru þeir ekki annars sjö, man það ekki).

En ætli næsta kynslóð af xBoxinu verði ekki komin út um svipað leiti.

Gummi Jóh - 22/03/07 20:17 #

Playstation 3 er auðvitað bara eitt stórt flopp og verður það sérstaklega í Evrópu. Í USA útgáfunni er örgjörvi sem hermi eftir PS2 svo að hægt sé að spila eldri leiki. Í evrópsku útgáfunni er þessi örgjörvi farinn og hermirinn er hugbúnaður en ekki vélbúnaður, hann virkar á færri AAA (bestu leikina) heldur en USA útgáfan af herminum.

Allir stærstu PS3 leikirnir sem áttu að vera ekslúsvív eru það ekki lengur og ber þar hæft að nefna Assasins Creed (getur skoðað video af þeim leik á youtube)

Xbox360 er búin að vera lengur á markaði og því langtum fleiri leikir til á hana í dag sem eitthvað vit er í. Launch leikirnir á PS3 eru flestir drasl og ekki ýkja margir must have leikir að koma á PS3 sem ekki koma á Xbox360.

Online spilun er betri á Xbox360 en á PS3 og svo mætti lengi telja.

Eina sem að PS3 hefur með sér er að Sony tekur homebrew senunni opnum örmum og hægt er að setja Linux uppá vélina sem bíður uppá mikla möguleika en það er ekki næstum því strax sem við græðum eitthvað á því. Menn þurfa að fóta sig og finna hvað er hægt að gera og hvernig er best að gera það.

PS3 er svo með bluray drif en Xbox360 er með Hd-dvd (optional) drif og það er auðvitað ekki komið á hreint hvor staðallinn mun sigra og koma í stað DVD.

Já það er margt að gerast í þessu..... ég hugsa að modduð xbox1 sé betri kostur en gömul PS2 tölva. Modduð Xbox1 er einhver besti vélbúnaður sem til er í heiminum í dag.

Bragi - 25/03/07 11:11 #

Punkturinn sem ég hef heyrt fleygt og á að virka sem sölupunkturinn er að PS3 sé með blue ray spilara og það daæmi sé virði þessa penings. Persónulega þá finnst mér sniðugra að bíða eftir því að format stríðið klárist og finna mér þá spilara.

LegoPanda - 25/03/07 14:30 #

Ég og kærastan keyptum okkur Wii í febrúar, og ég get vottað fyrir það hvað það er fín græja. Við förum reglulega í Wii Sports með vinum okkar (helst þá Wii Keilu og Wii Golf) og svo keyptum við okkur líka Wario Ware: Smooth Moves - en sá leikur notar fjarstýringuna á sniðugasta máta sem ég hef séð hingað til. Hann er að mínu mati skyldueign ef maður á Wii. En svo eru ekki margir leikir að koma út á henni þessa dagana - en kostur fyrir mig að geta náð í NES og SNES klassíkera sem ég hef misst af eða get alltaf spilað aftur og aftur.

Annars á ég PS2, er að fara að panta mér God of War II frá Bandaríkjunum. Og ég held að ég fái mér XBox360 löngu á undan PS3 - margir góðir leikir eru þegar komnir út á 360, og sífellt fleiri leikir eru tilkynntir fyrir bæði 360 og PS3 sem voru áður bara PS3, nú síðast Devil May Cry 4 (Djöfull var DMC3 góður!). Nei, mig langar sko alls ekki að kaupa PS3 fyrir 7 kílókrónur, frekar eftir 2-3 ár þegar hún verður kannski komin niður í 3-4 kílókrónur.

Fimm ára brandarar eru skemmtilegir. Sérstaklega klósetthúmor, þar sem það er einkahúmor sem allir skilja.

es. Ég hef heyrt að slatti af 360 leikjum tapi miklu á því að vera á lampasjónvarpi frekar en á flatskjá, en einn af þeim sem er sagður alveg jafn flottur á báðum típum er einmitt Gears of War.

Matti - 27/03/07 16:27 #

Ég verð samt að nefna það að mér finnst ps3 arkitektúrinn dálítið heillandi. Las um daginn grein um það hvernig forrita á fyrir hann, þar sem maður sendir verk á einn af þessum sjö undirgjörvum og hann keyrir fallið async. Þetta finnst mér dálítið spennandi og væri alveg til í að fikta í þessu.

Svo sá ég að Oblivion er kominn á ps3!

LegoPanda - 28/03/07 14:18 #

Jú, ég er reyndar alveg sammála um ps3 vélbúnaðinn, hann er mjög spennandi... ég er bara ekki til í að punga út 70 krónum fyrir hann, frekar bíð ég þar til hún fer niður í viðráðanlegt verð - en fæ mér kannski 360 þangað til.

Á endanum munu án efa allir leikir líta best út á PS3 - en best þó ef þeir verða eingöngu hannaðir fyrir hana, þeir leikir sem verða hannaðir fyrir 360 og ps3 á sama tíma munu ekki geta orðið mikið flottari á 360 en ps3 þar sem takmarkanir fyrri vélarinnar lenda niður á þeirri öflugri:/

ó já, Oblivion er spennandi - aukapakkinn Shivering Isles verður líka innifalinn eftir því sem ég veit. Ninja Gaiden Sigma lítur líka mjög vel út á PS3:D