Örvitinn

Loks komst ég á lista

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um topp tíu lista þar sem ég talinn upp ásamt Jónínu Ben, Stebba fr, Björn Inga og ritstjórn Morgunblaðsins.

Mér finnst þetta hálfgert skítkast en get samt ekki tekið þetta mjög alvarlega. Ég sá þann sem listann gerði spila pool með hatt síðasta föstudag! Svo má náttúrulega túlka þetta sem upphefð með góðum vilja, en ég er ekkert sérstaklega góðviljaður.

Ég les nær allt, en sumt reyndar afskaplega sjaldan.

vefmál
Athugasemdir

Eyja - 27/03/07 12:53 #

Auðvitað er þetta skítkast. Svona svipað og hjá skólakrökkum sem bera saman bækur sínar um hver sé nú leiðinlegastur í bekknum, eða ljótastur, eða hvað það nú er. Nú kannast ég ekki mikið við umræddan bloggara en er þetta sem sagt maður sem fólk tekur alvarlega?

Matti - 27/03/07 13:14 #

Ég veit ekki hvort fólk almennt tekur hann alvarlega en ég held að hann geri það.

Nafnlaus - 27/03/07 20:28 #

Svansson er fæðingarhálfviti. Og öfundsjúkur út í þá sem eru meira lesnir en hann. Þú hlítur að vera stórkostlegur maður fyrst smámenni eins og hann þolir þig ekki. Mun lesa þig daglega héðan í frá.

Matti - 27/03/07 23:22 #

Það er ekki við hæfi að nota svona orðbragð um hann í skjóli nafnleyndar.

Ég vona að enginn haldi að þetta sé stórkostlegt blogg því þá verður fólk fyrir miklum vonbrigðum. Hér er fyrst og fremst skrifað fyrir einn aðila, sjálfan mig.

En lestu endilega sem oftast og láttu mig heyra það þegar ég bulla :-)

Már - 30/03/07 16:30 #

Ég þekki Munda ekki að neinu nema að vera fínn gaur, og ég held að þú þurfir ekki að taka þessari listun hans á þér sem einhverju sérstöku dissi.

Mér finnst hins vegar dálítið diss af þér Matti að láta þessa nafnlausu athugasemd standa. Samt ákveðið skemmtigildi falið í því að sjá nafnlausar bleyður kalla fólk "smámenni".

Matti - 30/03/07 17:01 #

Mér finnst hins vegar dálítið diss af þér Matti að láta þessa nafnlausu athugasemd standa.

Hva, ég að dissa mann sem segir (undir rós) að ég sé leiðinlegur. Aldrei myndi mér detta slíkt í hug :-)