Örvitinn

Ferming Þórhöllu Bjarnadóttur og fertugsafmæli Hörpu Þórðardóttur

Bjarni, Ágústa og ÞórhallaÞórhalla Bjarnadóttir fermdist í dag. Við mættum í veislu í Golfskála GR í Grafarholti. Afskaplega notalegt að mæta í veislu í hádeginu á sunnudegi enda borðaði ég ekki áður. Reyndar kom það til af því að ég svaf næstum því til hádegis.

Það voru óskaplega fínar veitingar í veislunni og glatt á hjalla. Ég tók eitthvað af myndum í dag.

Í gær bauð Harpa til veislu í tilefni fertugsafmælis. Þar var boðið upp á glæsilegan brunch. Ég tók líka myndir þar.

Það hefur semsagt verið borðað vel þessa helgi og ég hef hitt megnið af föðurfjölskyldunni báða dagana. Er samt ekkert kominn með leið á þeim :-)

Við þetta má bæta að Þórður litli bróðir varð 24 ára í dag.

dagbók
Athugasemdir

Gummi Jóh - 02/04/07 12:59 #

Á myndunum sýnist mér glitta í gítarleikara Retro Stefson, efnilegasta hljómsveit landsins í mínum huga.

Matti - 02/04/07 14:04 #

Það passar, vinstra megin á þessari mynd er Þórður Jörundsson. Ég verð að játa það að ég hef lítið heyrt með Retro Stefson, sá þau í sjónvarpinu um daginn og er að hlusta á tónlistina á myspace síðunni núna.