Örvitinn

Uppi á þaki

Á þaki nýbyggingar Grand HótelsÉg skellti mér upp þak á nýbyggingu Grand Hótel í gærdag og tók nokkrar myndir.

Nýbyggingin er ansi glæsileg og steindi glugginn í anddyri er sérlega flottur. Útsýnið af þakinu er magnað en ég fór ekkert alltof nálægt brúninni :-)

Hér notaði ég sb-600 flassið á þrífæti hægra megin og aðeins framan við mig til að lýsa upp módelið, það var ansi sterk sól aftan frá. Ég vildi ná einhverjum myndum af honum með þennan krana í bakgrunni.

myndir
Athugasemdir

Hakon - 17/04/07 22:28 #

Tókstu engar af útsýninu í kring - hvar eru þær? Var ekkert mál að fá leyfi til að fara þarna upp?

Hakon

Matti - 17/04/07 23:01 #

Ég gaf mér reyndar ekki tíma í að taka myndir af útsýninu, var að taka myndir fyrir ákveðið verkefni. Tók þó eina rétt áður en ég stökk inn.

Við þurftum að fá leyfi til að taka myndir á svæðinu. Ég stórefa að hver sem er fái að fara þarna inn enda framkvæmdir enn í fullum gangi.