Örvitinn

Stressaður faðir

Ég þarf að passa mig á því að leggja nægilega snemma af stað á þriðjudögum þegar ég skutla Kollu í ballett. Í dag var ég frekar seint á ferðinni, pirraður á öllum ljósum og ók örlítið hraðan en ég hefði kosið, rak of mikið á eftir Kollu og var bara óþarflega stressaður.

Við vorum mætt í ballet á sömu stundu og tíminn var að byrja en þá átti Kolla eftir að klæða sig og ég að setja snúð í hárið á henni. Reyndar vantaði bursta í pokann þannig að ég lét tagl duga í dag. Kolla var svona 5 mínútum of sein í tímann.

Málið er að leggja af stað 10 mínútum fyrr, meira þarf ekki. Þá losna ég við stressið, hætti að reka á eftir Kollu.

En svo þarf maður líka að sleppa sig að stressa sig á þessu, það skiptir ekki höfuðmáli þó barnið mæti nokkrum mínútum of seint.

fjölskyldan
Athugasemdir

Kristín - 25/04/07 08:04 #

Best samt að temja barninu stundvísi og vitanlega vera alltaf með rúman tíma. Auðvelt að segja (hamra á lyklaborð) en erfiðara að standa við, ég veit það sjálf.

Matti - 25/04/07 11:45 #

Já, ég tek undir það, stundvísi er dyggð og ég er iðulega stundvís.

Ég þarf að passa mig á því að stressa mig ekki of mikið - sérstaklega ekki þegar það bitnar á börnunum. Þarna var það ég sem lagði of seint af stað, ég átti því að passa mig á því að gera ekki of mikið mál úr þessu og alls ekki láta þetta bitna á Kollu (með því að reka á eftir henni, vera óþolinmóður).

Kristín - 25/04/07 13:13 #

Einmitt, en það er ekki smuga að vera fullkomið foreldri. Ekki smuga.

Matti - 26/04/07 13:45 #

Já, ég veit. En ég rembist við að taka eftir litlu hlutunum og reyni að laga þá. Hvernig það gengur er svo annað mál :-)