Örvitinn

Öfundsýki og biturleiki trúleysingjans

Á síðu prestsonar nokkurs fyrir norðan urðu umræður um fyrirlestur sem Óli Gneisti og fleiri flutti í MA um daginn.

Ég tók dálítinn þátt í umræðum en hélt satt að segja að hún væri búin. Sá svo í morgun að mér hafði verið svarað og fékk að endingu póst frá Þorvaldi, fyrri hluti póstsins inniheldur sama texta og athugasemd hans [skrifuð 03. maí 2007 klukkan 14:04] hjá prestssyni en seinni hlutinn er viðbót og var svona:

Ég ætlast bara lágmarks virðingu frá náunganum, er það of mikið til að biðja um?

Getur þessi tilhneyging þín til að ata út trúarbrögð verið öfundsýki og biturleiki, þetta kemur þannig út í umræðunni.

Hann kvaddi svo með þessum orðum:

Ástarkveðjur, Þorvaldur Davíðsson

Sú lágmarks virðing sem Þorvaldur ætlast til að aðrir sýni honum virðist felast í því að enginn gagnrýni trúarbrögð þau er hann aðhyllist.

Ég sendi honum svarpóst og bað hann að hætta að haga sér eins og smábarn.

Já, trúmálaumræðan er alltaf á háu plani :-)

kristni
Athugasemdir

Matti - 03/05/07 16:19 #

Þorvaldur var að hringja í mig, búinn að hafa samband við persónuvernd vegna þess að ég hafði hann ekki með í ráðum þegar ég birti þennan tölvupóst.

Hann sagði að næsta skref væri að hafa samband við lögreglu. Ég hvatti hann til þess að gera það.

Óli Gneisti - 03/05/07 20:10 #

Fékkstu ekki ástarkveðjur í símanum?

Matti - 03/05/07 20:22 #

Nei, ég gaf honum ekki tækifæri til þess enda varð ég fokvondur, hækkaði raustina og skellti á hann að lokum. Leiðist afskaplega að láta hóta mér, sérstaklega þegar engin innistæða er fyrir þeim hótunum.

Ónefndur - 04/05/07 00:01 #

Ég hélt nú að þessu væri lokið... ojæja löngu hættur að fylgjast með.

Ónefndur - 07/05/07 19:04 #

Svona fólk á að skjóta á færi, sem talar svona svívirðilega við þig með ærumeiðingar.

PS. Mér finnst ekkert varhugavert við þennan póst. PPS. Þú segir að hann sé á lágu plani en kallar hann smábarn...

Matti - 07/05/07 19:11 #

Í fyrsta lagi, þá nenni ég eiginlega ekki að karpa við nafnleysingja úr MA sem þar að auki gefa upp ólöglegt póstfang. Sérstaklega þegar þeir nota sama dulnefni og aðrir í sömu umræðu (sem líka koma úr MA), slíkt er ruglandi fyrir lesendur.

Í öðru lagi. Hver talar um að skjóta einhvern eða eitthvað í því líkt?

Í þriðja lagi. "Varhugavert"! Ætlaðir þú að skrifa eitthvað annað? Mér finnst ekkert "varhugavert" við hann heldur.

Í fjórða lagi. Já, ég bað hann að hætta að haga sér eins og smábarn, mér fannst bréfið barnalegt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhver trúarnöttari veltir því fyrir sér hvort ég sé öfundsjúkur og bitur.