Örvitinn

"Notist aðeins í neyð"

Það eru komnar fleiri treyjur á vinnustaðinn, nú hanga sjö í loftinu og tvær að auki á básum. Það gengur náttúrulega ekki að vera bara með Liverpool treyjur þannig að þessa ágæta United treyja er á viðeigandi stað.

Manchester United treyja

Ég er náttúrulega algjörlega saklaus af svona strákapörum, sökudólgurinn er væntanlega frá Grindavík. Ég vil biðja stuðningsmenn Manchester United afsökunar á þessu og vona að þeir taki þessu ekki illa, þeir unnu jú deildina sannfærandi í ár og eru besta liðið á Englandi í dag.

Mikið óskaplega var þessi bikarúrslitaleikur annars skelfilega leiðinlegur!

boltinn
Athugasemdir

Jón Magnús - 21/05/07 15:28 #

Tek undir það að þessi bikarúrslitaleikur var með þeim leiðinlegri sem ég hef séð. Stundum hélt ég að liðin væru ekki að spila um neitt. Mjög lokaður og hægur leikur.

Persónulega mætti bæta við annarri "rúllu" með búningi Chel$ki.

Ósk - 21/05/07 20:22 #

Ég er ekki inni í fótboltahúmornum, en mikið kann ég vel við teikninguna á klósettpappírsgræjunni sem sýnir fólki á skýran hátt hvernig rúllan eigi að snúa.

Það er fátt verra en klósettpappírsrúllur sem snúa vitlaust.