Örvitinn

Grænir fingur

Af hverju er talað um græna fingur? Mínir voru fyrst og fremst brúnir eftir garðvinnu dagsins. Við tókum semsagt smá skúrk í beðunum í sólinni í dag, ég tók smá lit. Vonandi viðrar til garðvinnu á morgun svo við getum klárað verkið.

Ásdís BirtaTengdaforeldrar mínir komu frá Boston í gær. Eins og vanalega kaupir tengdafaðir minn nokkrar bækur, í þetta skipti leit bunkinn svona út. Ég fékk bókina God the failed hypothesis lánaða, ætla að fá The assault on reason lánaða næst.

Við sáum stelpurnar varla í dag. Inga María lék við Lenu bróðurpart dags og Kolla var með Sölku Töru. Salka Tara gistir svo hér í nótt, þær koma nú (23:00) niður á fimm mínútna fresti og segjast ekki geta sofnað.

Fórum í kvöldmat til foreldra minna, ég tók nokkrar myndir þar.

dagbók
Athugasemdir

Einar Örn - 27/05/07 23:11 #

Endilega bloggaðu um Gore bókina þegar þú ert búinn að lesa hana. Ég er nokkuð spenntur fyrir henni.

Matti - 28/05/07 21:49 #

Já, ég mun skrifa um hana. Tengdafaðir minn sagði mér frá því sem hann var búinn að lesa í gær og þetta virðist afskapleg áhugavert.

Gore skoðar meðal annars hvernig pólitíkin snýst orðið ekki um neitt annað en ímynd og skoðanakannanir. Kunnuglegt þema frá nýliðnum alþingiskosningum