Örvitinn

Smáborgarar

Sá sem er smáborgaralegur er, samkvæmt Íslenskri orðabók (Árni Böðvarsson 1983), „smámunalegur, þröngsýnn (og hégómlegur) í háttum og viðhorfum.” Þetta orð er gjarnan notað um þá sem óttast það mest að skera sig úr fjöldanum. Hinir smáborgaralegu eru yfirleitt gagnrýnislausir á viðtekin gildi eða viðhorf í umhverfi sínu og haga lífi sínu samkvæmt þeim. Á hinn bóginn geta þeir verið fljótir að dæma þá sem hafna þessum viðteknu gildum og skera sig úr hópnum. #

Finnst þetta viðeigandi þessa dagana þegar smáborgarar landsins fríka út vegna mótmæla.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 16/07/07 15:06 #

Ég vil bæta því við að Dr. Gunni gæti ekki orðið smáborgari þó hann reyndi.