Örvitinn

Letilíf, makkavesen og "sjónvarpsgláp"

Stelpurnar léku sér með vinkonu sinni í gærdag. Við hjónin vorum hér heima og vissum ekkert hvað við áttum að gera. Héngum því inni og gerðum ekki neitt. Þær eru aftur komnar til vinkonu sinnar í dag en ég held við sækjum þær á eftir og komum okkur út úr húsi.

Foreldrar mínir kíktu við, pabbi bað mig að redda DVD glápi á ferðatölvunni hans fyrir ferðalagið. Ég verð að segja eins og er, það kom mér á óvart hvað os x er mikið drasl. Ég lenti í heljar veseni með að ná DVD disk sem vélin var ekki sátt með úr tölvunni. Fyrst var hún mjög lengi að ræsa DVD spilara eftir að diskurinn fór í, næst vildi hún bara ekki sleppa disknum. Ég þurfti að endurræsa vélina og fara svo í terminal til að ejecta. Svo fannst mér bara óþægilegt að eiga við þetta allt saman, finna myndir sem pabbi hafði vistað með iPhoto og svo framvegis.

Eflaust tengist þetta því eitthvað að ég kann ekki á kerfið, en fjandakornið, ég hélt þetta ætti að vera svo notendavænt :-)

Horfum á Shooter í fyrrdag. Það fannst mér óvenjugóð hasarmynd. Í gærkvöldi horfði ég svo á fyrstu tvo þættina í annarri seríu Dexter, það eru frábærir þættir og nýja serían byrjar vel.

dagbók
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 22/07/07 17:16 #

Dexter eru frábærir þættir. Manni klæjar í lófana yfir því að þeir byrji að fullu, maður er jafnspenntur og fyrir Heroes-helvítinu.

Gummi Jóh - 22/07/07 18:26 #

Fyrir hardcore Windows mann er þetta alltaf skrýtið. Mér fannst rosalega skrýtið að skipta frá PC yfir á Mac á sínum tíma og var lengi að venjast hinu og þessu. Þetta er samt miklu notendavænna. Sem Windows notandi er maður farin að gera allskonar trikk því að augljósa leiðin virkar ekki, þau trikk virka svo ekkert á Macos X því augljósa leiðin virkar alltaf.

Shooter er góð mynd, hasarmynd af gamla skólanum sem treystir ekki bara á CGI heldur sprengingar og hasar, það er alvöru.

Matti - 22/07/07 22:52 #

Jamm, það kom mér bara á óvart hvað stýrikerfið höndlaði þessa DVD mynd illa. Allt annað sem ég lenti í var vegna þess að ég þekki ekki kerfið.