Örvitinn

Salt í grautinn

Mikið óskaplega sakna ég þess að hafa ekki smá salt út í hafragrautinn sem ég eldaði rétt í þessu hér í vinnunni. Það munar öllu að setja smá salt í grautinn.

matur
Athugasemdir

Óli Gneisti - 23/07/07 10:15 #

Ójá, í minn daglega graut fara alltaf nokkur saltkorn.

Matti - 23/07/07 10:16 #

Það þarf nefnilega merkilega lítið af salti til að gjörbreyta grautnum.

Már - 23/07/07 14:45 #

Ég sýð minn alltaf upp úr mjólk, og þarf því ekkert salt.

Matti - 23/07/07 14:47 #

Úff, villimennska :-)

Már - 23/07/07 15:10 #

já, og hreinræktaður hedónismi! :-)

LegoPanda - 23/07/07 23:04 #

Konan mín notar alltaf púðursykur út á skyr, sem mér finnst afar furðulegt. En hún sýður einmitt líka sinn hafragraut upp úr mjólk, og notar stundum sykur út á hann, á meðan ég nota salt. Skemmtilega ólíkir heimilishættir á okkar uppeldisheimilum.

Matti - 23/07/07 23:33 #

Ah, það minnir mig á hafragrautinn sem boðið var upp á í kristilegu sumarbúðunum Ástjörn í gamladaga. Það var ekkert verið að spara sykurinn út í grautinn þá.

Már - 24/07/07 02:26 #

...arg, ég gleymdi náttla að nefna að ég sýð rúsínur í honum líka.

Við suðuna brotnar laktósinn í mjólkinni niður í styttri (og sætari!) sykrur sem gerir það að verkum að mér finnst viðbótar sykur alveg óþarfur.

Ósk - 24/07/07 18:17 #

Mmmm hafragrautur. Ég örbylgja minn með vatni og salti og helli svo út á hann mjólk, kanel og stundum rúsínum ef ég vil baða mig upp úr velmegun. Veistu, ég hugsa að ég fái mér hafragraut í morgunmat á morgun.

Birgir Baldursson - 27/07/07 02:49 #

Mín versjón hljóðar upp á að elda hann í vatni með salti og púðursykri (sem gerir hann dökkan og girnilegan). Síðan helli ég mjólk útá, set í hann bananasneiðar og helli múslí yfir.

Það er reyndar orðið nokkuð langt síðan ég eldaði mér svona kræsingar. Best að fara að huga að því aftur.