Örvitinn

Freakonomics

Kláraði að lesa Freakonomics í bústað um síðustu helgi.

Þetta er afskaplega fróðleg bók sem fjallar um áhugaverðar og óhefðbundnar rannsóknir hagfræðingsins Steven D. Levitt. Meðal þess sem hann skoðar er svindl í grunnskólaprófum, "óheiðarlegir" fasteignasalar, vafasöm úrslit í súmó glímu og ástæður þess að glæpum hefur fækkað í Bandaríkjunum undanfarið (helsta orsökin er skv. honum lögleiðing fóstureyðinga). Virkilega fróðlegt að sjá hans svör við "hversdagslegum" spurningum.

Sumt fannst mér ekkert mjög spennandi og las t.d. hratt í gegnum kaflann um nafngiftir svartra og hvítra bandaríkjamanna.

Bókin er frekar stutt en ég las "extended" útgáfu með aukaefni, þar með talið viðtalið sem Stephen J. Dubner tók við hann á sínum tíma, en þar kynntust þeir. Bókina skrifa þeir tveir saman. Mér fannst frekar ódýrt að nota bloggfærslur sem aukaefni, en það er reyndar fullt af áhugaverðum greinum á bloggsíðu Freakonomics.

bækur
Athugasemdir

Andri - 12/08/07 18:19 #

þú ættir að benda á þessa rannsókn í Freakanomics sem svör við þessu á annarri vefsíðu:

"Jón Valur nefndi það eitt dæmi, sem er fullyrðing þín um "rannsóknir benda til þess að börn sem fæðast óvelkomin í heiminn eiga flest ekki gott líf fyrir höndum." Í fysta lagi vísaru ekki á neina slíka rannsókn, þannig að við getum ekki séð þetta sjálf."

Matti - 12/08/07 18:21 #

Ég held ég sé búinn að því.